Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 120
118
B L I K
Hann hafði verið ofsóttur af
æðstu mönmun, en þeir fátæku
fylgt honum, og þannig væri
það enn, eins og reynslan sýndi
hér í Vestmannaeyjum. En Þór-
arinn varð fyrir þeim mikla
hnekki og stóru mæðu í trú-
boðsstarfi sínu, sem gekk mjög
nærri honum, að hin ágæta
kona hans, sem hann unni hug-
ástum, vildi eigi hlusta á for-
tölur hans né láta endurskírast
til mormónatrúar, og eigi held-
ur tengdamóðir hans, Ingveld-
ur Magnúsdóttir, sem í ekkju-
standi sínu var hjá þeim hjón-
um. Svarf svo til stáls á milli
hjónanna, sem bæði voru ágæt-
ar og mikilhæfar manneskjur
og unnust, að Þuríður hótaði
að skilja við mann sinn, ef
hann hyrfi ekki frá villu síns
vegar og afneitaði mormóna-
trúnni. Skarst þannig í odda
milli þeirra, er Þuríður frétti
um fyrstu endurskírnina, er
Þórarinn framkvæmdi í Eyjum
á hjónunum í Kastala. Kom
mál Þórarins og Þuríðar konu
hans bæði fyrir prest og sýslu-
mann og segir séra Jón, að
Þuríður hafi flúið til sín að Of-
anleiti. Þuríður hafði áður ver-
ið hjá prestshjónunum á Ofan-
leiti. Varð hörð rimma út af
því, en svo fór, að Þórarinn,
sem bæði virti og elskaði konu
sína, lét undan heldur en að
missa hana frá sér og lofaði að
láta af hinni nýju trú sinni, en
kona hans hafði rifið sundur
köllunarbréfið í návist Abels,
og kastað burtu helgum dóm-
um, mynd af heilögum manni
mormóna, E. Snow, og hinni
helgu olíu, sem notuð var við
endurskírnina. Þórarinn skrif-
aði og undir nafnaskrána með
þeim, sem halda vildu fast við
sína fyrri trú. Mun Þuríður
kona hans hafa heimtað það af
honum. Slíka fórn varð hann
að færa, þó að nauðugt væri, en
sennilega hefur afturköllunin
aðeins verið í orði kveðnu.
Enda segir Jón Austmann, að
hann hafi mátt allt við hafa að
halda honum við trúna, en þar
dugði konan vel. Þær mæðgur
hafa haldið sig að vinum sín-
um og velunnunrm, prestshjón-
unum gömlu á Ofanleiti og
Guðnýju Jónsdóttur. Guðný
var greind kona og skörungur
mikill. Hjá henni hafði Þuríður
verið um tíma eftir að hún
missti föður sinn, og þarf eigi
að fara í neinar grafgötur um
það, að Guðný hefir stappað í
þær mæðgur stálinu, hafi þess
þurft með. Guðný hafði misst
mann sinn, Sigurð Einarsson
málmsmið á Kirkjubæ 1846, en
var gift aftur Ólafi stúdent
Magnússyni, syni Magnúsar
hreppstjóra Sigurðssonar á
Leirum undir Eyjafjöllum, og
bjuggu þau áfram á Kirkjubæ,
unz Ólafur tók prestvígslu og
fékk Einholtsþing á Mýrum í