Blik - 01.04.1960, Page 123
B L I K
121
fengið leystan „af villu síns
vegar“. Sagt var, að Þuríður
Erasmusdóttir í Gvendarhúsi,
kona Jóns og systir Guðnýjar
í Ömpuhjalli, hafi verið mjög á
móti því, að maður hennar að-
hylltist mormónatrúna með
Lopti bónda í Þorlaugargerði,
nágranna sínum.
Svarbréf háyfirvaldanna við
bréfunum frá 3. júní barst til
Eyja um hæl, sennilega með
sendimanninum, er gjörður
hafði verið út af örkinni með
bréf sýslumanns og prests, því
að siður var hér að gjöra út
sérstaka sendimenn til lands
með áríðandi bréf, eða þegar
um sérstakt erindi var að ræða,
og hélzt sá siður lengi. Þannig
var það, er sótt var um veit-
ingarleyfið að frú Roed veit-
ingakonu látinni, að umsækj-
endur sendu hvor sinn sendi-
mann landleiðina til Reykjavík-
ur á fund landshöfðingja, rétt
fyrir nýárið, og var annar
sendimaðurinn úr Eyjum og
skotið upp í Sand, en hinn fór
undan Eyjafjöllum, og var
Eyjamaðurinn hlutskarpari og
náði fyrr til Reykjavíkur. Báð-
ir fóru gangandi.
Um það leyti sem bréf háyf-
irvaldanna komu til Eyja, en
þau eru dags. 9. og 10. júní
1851, fór Jóhann Nicolai Abel,
er hlotið hafði kammerráðs
nafnbót af konungi árið 1847,
alfarinn frá Vestmannaeyjum
til Kaupmannahafnar. Abel
sýslumaður sagði lauisu em-
bætti 1852 og var þá Baumann
skipaður fyrir sýsluna og hélt
hana í eitt ár, en sótti þá um
og fékk Gullbringusýslu 1853
og lausn frá embætti 1860 með
eftirlaunum og lifði eftir það
í Kaupmannahöfn um 30 ár og
komst yfir nirætt. Hann hét
fullu nafni Adolph Christian
Baumann og hafði sem J. N.
Abel tekið aðeins hið danska
reynslupróf í lögnm og var
hvorugur kandidat í lögum frá
háskóla fremur en hinir dönsku
sýslumenn almennt hér.*
Baumann vildi nú sýna af
sér rögg, er hann var tekinn
við sýslunni, en ekki hafði hann
þótt neitt sérstakt yfirvald og
skildi illa íslenzku. Jafnskjótt
og hann hafði móttekið bréf
amtsins snemma í júní 1851,
lét hann kalla Þórarinn Haf-
liðason fyrir rétt, og var hann
kærður fyrir að hafa breytt út
mormónatrú og honum bannað
að viðlagðri lagarefsingu að
framkvæma embættisverk þau,
er prestar einir mættu fram-
kvæma eftir landslögum.
Þórarinn lá þá við í útey við
lundaveiðar, er á þessum árum
voru miklar og mikið stundað-
ar með greflum. Hefir Þórar-
inn sennilega verið í Suðurey.
* Reynsluprófið kölluðu kandidat-
arnir hreppstjóraprófið.