Blik - 01.04.1960, Page 128
126
B L I K
ar og margar heillaóskir fram
bornar Landakirkju og söfnuði
til handa og blessunar.
Hér birtir Blik að þessu sinni
nokkra mola úr ræðu sóknar-
nefndarformannsins, Páls Ey-
jólfssonar, þar sem m. a. eru
teknar úr reikningum athyglis-
varðar tölur varðandi framlög
Eyjamanna til framkvæmda við
kirkjuna o. fl.
„. . . . Þegar sóknarnefndin
undirskrifaði samning um
byggingu orgelsins við firmað
I. Starup og Sön í Kaupmanna-
höfn í marz 1952 fyrir danskar
kr. 44500,00, voru til í orgel-
sjóði Landakirkju kr. 19.000,00.
Uppsett kostaði orgelið kr.
182.000,00. Sú mikla bjartsýni,
er ríkti í hugum okkar sóknar-
nefndarmanna við undirskrift
samningsins, lét sér ekki til
skammar verða, því að nú eins
og fyrr kom hlýhugur og vel-
vilji safnaðarins til kirkjunnar
svo berlega í ljós, að á árinu
1952 og 1953 gaf söfnuðurinn
til orgelkaupanna kr. 103.842,-
00. Stærsta gjöfin var frá
Bátaábyrgðarfélagi Vestmanna-
eyja kr. 30.000,00. I dag, er við
höfum verið viðstödd, er biskup
íslands, herra Sigurbjörn Ein-
arsson, vígði turn Landakirkju
og endurvígði kirkjuna, er rétt
og skylt að greina frá því í
stórum dráttum, hve raunveru-
lega margar hendur hafa verið
út réttar til hjálpar og styrks
Páll Eyjólfsson.
við turnbygginguna. Nöfn skulu
eigi nefnd, því að hin smæsta
sem hin stærsta gjöf hafa allar
verið gefnar með sama huga og
í sama augnamiði.
Þegar sóknamefndin hóf
byggingu kirkjutumsins, voru
til í sjóði kirkjunnar kr. 1000.00,
sem var hin fyrsta gjöf til
turnbyggingar við Landakirkju,
gefin af Guðmundi heitnum
Magnússyni, trésmíðameistara,
til minningar um Helgu konu
hans Jónsdóttur, en auk þess
kr. 54.980,52, sem var endur-
greiðsla á bátagjaldeyri vegna
orgelkaupanna. Orgelið varð að
kaupa inn á svo nefndum báta-
g'jaldeyri. En fyrir velvilja og
jkilning fjármálaráðherra Ey-
steins Jónssonar vom allir toll-
ar eftirgefnir, og fyrir það