Blik - 01.04.1960, Page 137
B L I K
135
SKIPSHÖFNIN Á v/b SKULD, VE 263, ÁRIÐ 1923 og 1924
Aftari röð frá vinstri: Valdimar Björnsson frá Gafli i Villingaholtshreppi. 2. Guðmund-
ur Sigurgeirsson, frá 'BaugsstöÖum, 3. Jón Guðlaugsson, Eystri-Hellum, 4. Kalman
Sigurðsson frá Junkaragerði i Höfnum. — Fremri r. f. v.: Daði Daðason, 2. Guðmundur
Ólafson frá Hrafnagili i Eyjum, 3. Ársœll Sveinsson, Fögrubrekku, skipstjóri á hátnum,
4. Ólafur Gunnarsson, Bergsstöðum.
son, formaður, Bjarni Pálsson,
Eyjólfur Guðmundsson, séra
Sigurður Sigurðsson og Hannes
Thorarensen, Reykjavík, sem
jafnframt var ráðinn útgerðar-
stjóri.
V/s Skaftfellingur kom til
Víkur fyrsta sinn 15. maí 1918.
Það þótti ekki neitt smáræði
meðal manna austur þar að
eiga sjálfir þennan fagra far-
kost og það fyrir atbeina og
framtak fólksins sjálfs, þó að
einn skaraði þar fram úr að
dugnaði og baráttuhug, þ. e.
Lárus Helgason.
Fyrsti skipstjóri á v/s Skaft-
fellingi var Jón Högnason, ætt-
aður úr Mýrdal. Fyrsti vélstjóri
var Ormur Ormsson, ættaður
úr Meðallandi.
Merkur þáttur var til orðinn
í samgöngumálum Skaftfell-
inga, Vestmannaeyinga og
fjölda margra annarra íbúa
Suðurlandsbyggða, og nutu
þeir skips þessa um fjórðung
aldar. E- s■