Blik - 01.04.1960, Qupperneq 143
B L I K
141
Verk Árna gamla á Bökkun-
um var m. a. að fara með grút-
arpokana frá grindinni í lifrar-
bræðslunni á Nausthamri og
hvolfa úr þeim norðan við skúr-
inn í Klappirnar. Þetta var all
sóðaleg vinna, en Árni var ekk-
ert að fárast yfir því eða gæta
sín fyrir grútnum. Hann bar
pokana í fanginu, en breiddi þó
stundum strigapoka framan á
sig.
Eitt sinn sem oftar var hann
að rogast með grútarpoka á
bryggjunni við Nausthamar.
Þröng var þar af fólki vegna
skipakomu og var Gísli J. John-
sen þar á meðal. Mætast þeir
nú Árni gamli og Gísli og rakst
grútarpokinn eitthvað 1 Gísla,
svo að hann óhreinkaðist eitt-
hvað smávegis. Gísli sneri sér
þá snöggt að Árna og sagði:
,,Hvaða bölvaður sóðagangur er
í þér, Árni, þú klínir mann all-
an út í þessum fjandans grút.“
Ekki varð Árni neitt uppnæmur
við orð Gísla en svaraði með
mestu hægð: „O. sei, sei, Gísli
sæll, þetta er bara tárhreinn
grútur, sem þú átt sjálfur.
Ekki mundi ég sakast um, þó
að eitthvað örlítið slettist á mig
af eignum þínum, sei, sei, nei.“
Gísli brosti í kampinn, þótti
svarið gott og rétti Árna gamla
eina krónu, sem var mikill pen-
ingur í þá tíð.
Jón Jónsson í Hlíð lenti einu
sinni í orðakasti við Árna
Arni Arnason, höfundur greinarinnar.
gamla. Sagði Jón m. a., að Árni
væri alltaf að flækjast í Eyj-
unum og tæki þar vinnu frá
mönnum, sem þyrftu hennar
með. Sveitamenn ættu að vera
í sinni sveit og amstrast þar
við sitt litla búhokur. Þessir
smábændur væru aldrei heima
hjá sár ,svo að ekki væri von, að
búrekstur þeirra væri beysinn.
Árni tók þessu masi Jóns
með mestu rósemi og mælti:
„O, sei, sei Jón, ekki ertu nú
hærri en Heimaklettur ennþá,
veslings stubburinn." Þaðan
mun viðurnefni Jóns komið,
Jón stubbur, sem lengi var við
persónu hans loðandi.
Gömul kona var í Nýborg,
sem aldrei var kölluð annað en
„Lauga á alnum“, mesta mynd-
ar gamalmenni, iðjusöm og góð