Blik - 01.04.1960, Síða 144
142
B L I K
sál. Hún var rúmliggjandi í
mörg ár vegna fótarmeins. Þeg-
ar Nýborg var lagfærð árið
1907 komst Lauga gamla studd
heim að Litlabæ og var þar
lengi eftir það. Komst hún þar
á fætur eftir nokkurn tíma og
hafði lengstum ferilsvist. Ekki
hafði Lauga gamla fengizt neitt
við ljóðagerð, svo að ekki var
hún höfundurinn, sem ég leit-
aði að í Nýborg. Hún hafði
áður fyrri Búið í Smiðjunni.
Það var hús efst í Sjómanna-
sundi, sem nú er, en flutti í ell-
inni til Sigurðar í Nýborg, sem
tók hana með sveitarmeðlagi.
Þaðan fór hún svo að Litlabæ,
sem áður getur.
Helgi Ingimundarson var um
eitt skeið í Nýborg. Hann var
bróðir Sigurðar Ingimundar-
sonar í Skjaldbreið hér og Árna
þess, er fórst með m/b Ástríði
1908. Helgi þessi v[ar mesti
fjörkálfur, vel gefinn og
skemmtilegur. Var sagt, að
hann hefði komið því upp, ,,að
Sigurður Sveinsson ætti í
sekknum gull“. Getur þessa
í gamalli vísu, sem mun vera
eftir Ólaf Magnússon skáld,
kveðin fyrir munn Sigurðar:
„Frá Ástralíu átti ég málm,
ekki sá við hrekknum,
er Helgi með sitt handarfálm
hönkina skar frá sekknum.1
Ekki er trúlegt, að auður Sig-
urðar hafi verið kominn frá
Ástralíu, en ríkur var hann
sagður og kunni vel með auð
sinn að fara.
Lengi lá við í Nýborg Tómas
Ólafsson frá Leirum undir
Austurfjöllum. Var hann þar
ýmist sjálfs sín eða vinnu-
maður Sigurðar. Tómas var
faðir Magnúsar fisksala frá
Gerði, en móðir Magnúsar var
Magnússína Magnúsdóttir. Ekki
voru þau þó gift, og var Magn-
ússína lengi þénandi í Fryden-
dal. Þar er Magnús fisksali
fæddur, en alinn var hann upp
í Gerði hjá Jóni Jónssyni,
og konu hans Guðbjörgu
Björnsdóttur frá Kirkju-
bæ Einarssonar. Fór Magnús
þangað 3ja vikna gamall. Tómas
flutti síðar til Seyðisfjarðar.
Þar lenti hann í skipshrakningi
og lézt af völdum þessa. Magn-
úsína flutti einnig austur á land
og ílengdist í Mjóafirði. Þar
giftist hún Jóni Sigurðssyni.
Þau eignuðust tvo drengi. Magn-
úsína kom hingað síðar, missti
hér annan son sinn og fór þá
aftur alfarin úr Eyjum til Aust-
fjarða. Hún dó á elliheimilinu
í Neskaupstað fyrir nokkrum
árum.
Ekki var Tómas neitt við
skáldskap kenndur og sagður
hinn mesti rólegheita maður.
eins og vísan bendir til:
„Tómas aldrei hefir hátt,
hátt þó aSrir masi,
situr, brosir, segir fátt
Sigurðar við þrasi.“