Blik - 01.04.1960, Page 151
„7'löjsotnhed”
Saga h ússins í stuttu máli
Samkvæmt konunglegri til-
skipan 6. júlí 1827 var stofnað
læknisembætti í Vestmannaeyj-
um. Vestmannaeyjalæknar voru
skipaðir til 6 ára í senn sam-
kvæmt tilskipaninni. Fyrsti
læknirinn, sem skipaður var í
Vestmannaeyjum, hét C. Lund.
Kona hans hét Anna Lovise
Lund og var 5 árum eldri en
maður hennar. Árið 1828 flutt-
ust þau frá Danmörku til Is-
lands og settust að í Kornhól
(eða Danska Garði, eins og
hann annars hét) í Vestmanna-
eyjum með 2 börn sín, pilt og
stúlku. Það ár bjuggu í Kom-
hól alls 27 manns. Þar var þó
ekki hátt til lofts eða vítt til
veggja á mælikvarða nútímans,
enda þrengsli þar mjög mikil.
Þarna bjuggu hjónin til hausts-
ins 1831, en þá andaðist Lund
læknir. Fluttist þá ekkjan til
Danmerkur með börnin.
Danski Garður eða Kornhóll
var annars bústaður danska
selstöðukaupmannsins í Eyjum
og starfsliðs hans. Meðan
stjórnin átti engan sérstakan
embættisbústað í Eyjum handa
trúnaðar- og starfsmönnum sín-
um, þótti það sjálfsögð skylda
selstöðukaupmannsins danska
að skjóta skjólshúsi yfir em-
bættismenn stjórnarinnar, væri
þess nokkur kostur.
Árið 1821 var danskur mað-
ur skipaður sýslumaður í Vest-
mannaeyjum. Sá hét Johan
Nikolai Abel. Einnig hann bjó
í Kornhól með f jölskyldu sína.
Nú var svo komið fyrir em-
bættismönnum dönsku stjórnar-
innar í Eyjum, að þeir voru „á
götunni“, svo að ekki varð hjá
því komizt lengur að byggja
hús yfir þá. Það var gert árið
1833 og hlaut nafnið Nöjsom-
hed, sem þýðir nægjusemi.
Embættismannabústaður þessi
stóð, þar sem Stafholt (Víðis-
vegur 7) stendur nú.
Eftir að Lund læknir féll
frá, skipaði stjórnin annan
lækni í Vestmannaeyjum, og
hét hann Carl H. U. Balbroe.
Kona hans hét Margrét Eleon-
ore, f. Koefod.
Þau settust að í Nöjsomhed.