Blik - 01.04.1960, Síða 154
152
B L I K
býðst til þess að greiða 6%
af láninu í vexti. Skyldu sýslu-
menn í Eyjum hver eftir ann-
an skyldaðir til að halda húsinu
við. Hefur þá sýslumaður gert
ráð fyrir, að stjórnin keypti hið
fyrirhugaða hús eftir hans dag,
eða ef hann flytti úr Eyjum,
og gerði það að föstu sýslu-
mannasetri.
Um haustið 1866 fékk sýslu-
maður séra Brynjólf Jónsson,
sóknarprest til þess að mæla
með lánbeiðninni. Honum hefur
verið það ljóst, hversu stjóm-
arvöldin mátu mikils orð séra
Brynjólfs og meðmæli.
Litla áheyrn mun sýslumað-
ur hafa fengið varðandi lánið,
enda fluttist hann burt úr Eyj-
um að 5 árum liðnum (1871)
til ómetanlegs tjóns lífsafkomu
og menningu Eyjaskeggja.
Sýslumaður fékk þá Húna-
vatnssýslu. Þar mun hafa ver-
ið betur að honum og fjöl-
skyldu hans búið.
Árin 1872 og 1873 býr eng-
inn heimilisfastur Eyjabúi í
Nöjsomhed, en líkur eru til, að
húsið hafi þá verið leigt ver-
mönnum af landi á vetrarver-
tíðum a. m. k.
Árið 1874 flytur Gísli
Bjamasen, verzlunarstjóri, í
Nöjsomhed og býr þar um eins
árs skeið með hina fjölmennu
fjölskyldu sína og starfslið, alls
13 manns.
Árið 1875 verður Nöjsomhed
aftur sýslumannssetur. Þremur
ámm áður (1872) hafði Dan-
inn Michael Marius Ludvig
Aagaard verið skipaður sýslu-
maður í Vestmannaeyjum.
Hann tók þannig við sýslunni
af Bjama E. Magnússyni.
Aagaard sýslumaður fluttist
sem sé 1 Nöjsomhed árið 1875
með konu sína og þjónustu-
stúlku. Sýslumaður hefur að
öllum líkindum kvartað sár-
an yfir því við dönsk stjórn-
arvöld að verða að hýrast
í þessu gamla húsi, sem lít-
ið eða ekkert hafði verið lag-
fært eða endurbætt, síðan
Bjarai sýslumaður, fyrirrenn-
ari hans, bjó þar. Og nú lét
stjórnin undan kvörtunum,
enda var það danskur borgari
og sýslumaður, sem kvartaði
sáran undan húsnæðishrakinu í
Eyjum og heilsuspillandi híbýl-
um. Stjórnin sýndi nú rögg af
sér og lét byggja nýjan sýslu-
mannsbústað í Vestmannaeyj-
um. Honum var valinn staður
vestur í heiðinni milli Landlyst-
ar og Landakirkju. Sýslumanns-
bústaðurinn nýi hlaut mikið og
frægt nafn úr sögunni. Uppsal-
ir skyldi hann heita. Enn kann-
ast allir Eyjabúar við það hús-
nafn. I Uppsali flutti svo
Aagaard sýslumaður árið sem
húsið var fullgert, 1877, úr
Nöjsomhed.
Nöjsomhed stóð nú auð og
tóm nema hvað vermenn ,,af