Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 156
154
B L I K
Túnglfiskaveiði
Bjarni Sæmundsson getur þess í
bók sinni Fiskarnir, að tunglfiskur
hafi fengizt hér við land 4—5 sinn-
um, en bók þessi er gefin út fyrsta
sinn 1926. Þrír þeirra hafa rekið á
land, tveir við Norðurland og einn
á Suðurströndina. Einn tunglfiskur
veiddist fram undan Innra-Hólmi
1902 og sá fimmti sást busla 1 yfir-
borði sjávar innan við Garðskaga
(Sjá Fiskarnir bls. 435—438, 2. út-
gáfa 1957).
Sumarið 1948 var v/b Örn, VE 173
(áður 321) staddur við veiðar suður
í sundi milli Suðureyjar og Hellis-
eyjar, Kom þá skipstjórinn Sigur-
jón Jónsson, nú að Hergilsey hér
í bæ, auga á einhverja skepnlu
svamlandi í sjávarskorpunni. Þetta
reyndist vera tunglfiskur. Sjómenn-
irnir náðu honum inn á þilfar báts-
ins með haka.
Sumarið 1957 veiddi Guðjón Jóns-
son skipstjóri í Hlíðardal og menn
hans tunglfisk vestur á Selvogs-
banka beint vestur af Þrídröngum.
Það var v/b Skuld VE 263.
4. júlí 1959 kom v/b Meta, VE 236,
að landi með tunglfisk. Skipstjóri á
Metu er Willum Andersen. Bátur-
inn var á veiðum með dragnót suður
af Súlnaskeri, en sjómennirnir sáu
tunglfisk busla í yfirborði sjávar-
ins örskammt frá bátnum. Þeir
kræktu í hann með haka og drógu
hann inn á þilfarið. Tunglfiskur
þessi reyndist vera 140 sm á lengd
og 180 sm þvert yfir milli ugga-
brodda.
Myndin hér yfir er af tunglfiski
þeim, sem Meta fékk.
endann, eftir að Þorkell fað-
ir Kristmanns dó, en Krist-
mann og þau hjón höfðu upp-
runalega byggt sinn hluta af
Stafholti handa foreldrum hans.
Bergur og Kristmann greiddu
kr. 400,00 fyrir Nöjsomhed.
Grunnflötur Nöjsomhed var
13x9 álnir eða 8,16x5,65 metr-
ar, þ. e. 46,1 fermetri. Enginn
kjallari var undir húsinu, en
hátt þak eins og myndin sýnir.
Gluggar voru litlir, og þó alveg
sérstaklega á þakhæð.
Þetta hús urðu sem sé tvær
embættismannafjölskyldur í
Vestmannaeyjum að láta sér
nægja eða gera sér að góðu til
sameiginlegra afnota um fjölda
ára á síðustu öld.
Á austurgafli hússins voru
aðaldyr. Gegnt útidyrum þar
voru eldhúsdyr inn af litlum
gangi eða forstofu. En til hægri
hliðar í gangkitru þessari lá
stiginn upp á loftið, mjór og
brattur.
Þ. Þ. V.