Blik - 01.04.1960, Page 160
158
B L I K
sem í heiðinni tíð hét Goða-
steinn. Þótti þetta hin frækileg-
asta för, og fáum fært þá að
ganga svo á jökul, enda hún í
minnum höfð og skráð í þjóð-
sögum. En 30 árum síðar eða
1894 klifu þeir bræður Ágúst
og Stefán, synir Gísla Stefáns-
sonar, Eldey með Hjalta Jóns-
syni, sem frægt er. Það er og
vitað, að fræknleiki erfist.
Þannig hafa dóttursynir Sig-
urðar í Nýborg og fleiri afkom-
endur reynzt liðtækir íþrótta-
menn í Vestmannaeyjum síðan
íþróttafélög voru þar stofnuð
og íþróttir iðkaðar1 til leika og
keppni.
Snemma bar á handlagni og
smíðahneigð Sigurðar drengs á
Rauðafelli. Hann var því send-
ur til smíðanáms. „Snikkari“
skyldi hann verða. Til þess
þurfti knappt minna en smíða-
nám í sjálfri Kaupmannahöfn.
Þangað var hann því sendur
til námsins. Þar lærði hann
húsgagna- (mublu) smíði.
Bráðlega að loknu því námi
fluttist Sigurður Sveinsson
hingað til Vestmannaeyja. Það
var árið 1876. Gerðist hann þá
fyrst um sinn starfsmaður hjá
Gísla Engilbertssyni, verzlun-
arstjóra í Júlíushaab. Þessi
Eyfellingur var glæsilegur
maður að vallarsýn, og áber-
andi gáfaður. Búhygginn var
hann og nýtinn, sparsamur og
samhaldssamur, svo að nær
gekk nurli og nízku í augum
sumra Eyjabúa.
Ekki hafði Sigurður Sveins-
son lengi dvalizt í Eyjum, er
hann tók að sjá sér út tómt-
húslóð, þar sem hann gat ekki
fengið jörð til ábúðar.
Sigurði Sveinssyni brann í
brjósti framtaksþrá og sjálfs-
bjargarhugur og vildi verða
fjáraflamaður. Það skyldi hon-
um takast með mörgu vinnu-
fólki og margþættum atvinnu-
rekstri. Undirstaðan var fyrst
og fremst jarðnæði eins og at-
vinnulífi var þá háttað, og
nægilega stórt íbúðarhús. Ábúð
jarðar var þá ekki auðfengin í
Eyjum, því að börn tóku við
jörðunum af foreldnun sínum
lið fram af lið.
Jóhann Jörgen Johnsen í
Frydendal og Sigurður Sveins-
son urðu brátt miklir vinir, eft-
ir að Sigurður fluttist til Eyja.
Hélzt sú vinátta lengi síðan
með þeim fjölskyldum. Vorið
1876 seldi Jóhann Jörgen Sig-
urði hálfa tómthúslóð í ná-
munda við Frydendal, íbúðar-
hús sitt. Um sumarið og haust-
ið vann Sigurður að því öllum
stundum að byggja timburhús
á þessari lóð. Það var ein hæð
á lágum kjallara og með háu
risi. Þar voru kvistar á gegn
norðri og suðri. (Sjá Blik 1959,
mynd af kauptúninu í Eyjiun
frá áruniun 1876—1880 með
skýringum). Þetta íbúðarhús