Blik - 01.04.1960, Síða 173
B L I K
171
er um landnámsmanninn á
Borg á Mýrum. — Undanfarin
10 ár hafði þá Sigurður borið
hærra sveitarútsvar í Vest-
mannaeyjum en flestir aðrir
einstaklingar þar. Sat hann þar
á bekk með fáum öðrum rík-
ustu mönnum Eyjanna, svo
sem Þorsteini héraðslækni, séra
Bryniólfi Jónssyni, meðan hann
lifði, og Þorsteini hreppstjóra
og alþingismanni í Nýjabæ.
Eitt þessara ára greiddi Sigurð-
urð Sveinsson hæst útsvar í
hreppnum. Einnig greiddi hann
þar hæsta lausafjártíund árið
1889 og 1890.
Hver tómhúsmaður mátti
hafa matjurtagarða að stærð
200 ferfaðma (rúmlega 700 fer-
metra) án sérstaks endur-
gjalds. Greiða skyldi sérstakt
gjald fyrir það, sem umfram
var að flatarmáli.
Um 1890 námu matjurta-
garðar Sigurðar í Nýborg 517
ferföðmum að stærð eða um
1833 fermetrum. Aðeins einn
maður í Eyjum þá komst um
það bil í hálfkvisti í garðrækt
við Sigurð í Nýborg. Það var
Sigurður Sigurfinnsson skip-
stjóri í Boston.
Um margra ára skeið áttu
nýborgarhjónin stóran mat-
jurtagarð sunnan við troðning-
ana, sem lágu inn að vatnspóst-
inum í Botninum. Síðar var
verzlunarhús Vélsmiðjunnar
Magna byggt í garði þessum.
Þennan garð kallaði Sigurður
Eden. Nafnið á garðinum er
sprottið af fyndni Sigurðar
bónda og hnyttni, sem hann
átti í ríkum mæli og beitti
stundum með græskulausu
gamni.
Austan við Eden áttu þeir
garð bændumir Eyjólfur Ei-
ríksson á Kirkjubæ og Árni
Þórarinsson á Oddstöðum. En
vestan Edens var stór garður,
er þeir áttu Gerðisbændur,
bræðurnir Guðlaugur og Jón
Jónssynir.
Gegnt Eden, norðan við trað-
irnar, var stór garður, sem þeir
áttu saman bóndinn í Nýjabæ
og Ólafshúsum. Á því svæði
standa nú hús Dráttarbrautar-
innar og verkstæði Vélsmiðj-
unnar Magna.
Því aðeins er þessara garða
getið hér, að þessir bændur
sönnuðu með garðrækt sinni
frjósemi lands á Heimaey, og
ágæti til garðræktar. I land-
hagsskýrslum árið 1911 er það
tekið fram, að í Vestmannaeyj-
um fáist ein tunna af rótará-
vöxtum af hverjum 16,99 fer-
föðmum. Næst er svo Vestur-
Skaftafellssýsla með 17,79 fer-
faðma, Árnessýsla með 20,7
ferf., Isafjörður með 24,20,
Reykjavík 25,12. I öðrum
landshlutum þarf tvöfalt meira
flatarmál garðs og meira miðað
við Vestmannaeyjar til þess að
gefa af sér eina tunnu rótar-