Blik - 01.04.1960, Qupperneq 181
B L I K
179
þér ávallt fyrir sjónum, er það
ekki svartnætti eiginþóttans“ ?“
Aftur slumaði í trúboðanum.
Hvar stóðu þessi orð í Heilagri
ritningu? Spurning gat leitt af
sér vantrú hins synduga á mátt
og þekkingu hins frelsaða læri-
sveins.
Meðan þessu fór fram, átti
tvennt sér stað í Nýborg: Hús-
bóndinn skimaði til lofts út um
gluggann, og Gudda gamla
þokaðist æ lengra inn í gættina
á svefnherberginu og teygði
álkuna inn. Forvitnin var ómót-
stæðileg. Húsbóndinn sá þar
nef og kinnar, hár og höku. Þá
kom það: „Gudda, þessi skratti
dugar ekki, þú verður að fara
að reyta fýlinn. Og kartöflurn-
ar verður að láta strax inn, því
að nú dregur í loftið, svo að
hann kemur á innan stundar.“
Eftir andartak stóð trúboð-
inn úti á Nýborgarhlaði. Sár
voru vonbrigðin og neisti sigur-
gleðinnar fjaraði burt úr hjart-
anu. Enn var þá húsbóndinn í
Nýborg svona jarðbundinn!
Þóranna ljósmóðir dó 14.
marz 1929 á sjötugasta aldurs-
ári.
Sigurður Sveinsson dó tveim
mánuðum síðar eða 11. maí
1929 á áttugasta og áttunda
aldursári.
Þórunn Jónsdóttir ljósmóðir
hjúkraði báðum hjónunum,
þegar þau lágu banaleguna.
Hún minnist þeirra með virð-
ingu og hlýhug.
þ. þ. v.
Bókaútgáfan enn
Síðan í fyrra hafa þessir Eyja-
bæklingar bætzt við í Byggðarsafn
Vestmannaeyja:
ÖLGRÆÐGI RÁÐGJAFANNA
eftir H. Sigurðsson. Vm. 1933.
Gef.: Þorbjörn Guðjónsson bóndi
Kirkjubæ.
H VÍTASUNNUHREYFIN GIN,
eftir P. Jakobsson; Ásm. Eiríksson
þýddi. Vestm. 1935.
Gef.: Einar Gíslason, Arnarhóli.
MÁLSHÆTTIR,
safnað af Unu Jónsdóttur, skáld-
konu. Vestm. 1929.
Gef.: Einar Sigurfinnsson, Sól-
vangi.
Okkur vantar einn bækling, sem
við vitum um að kom út hér í
Eyjum. Hann hét Á KROSSGÖT-
UM. Nokkur blöð vantar í ÞÓR,
annað blaðið af DUNDRI Ása í Bæ
og Bj. Guðm. og svo DAGBLAÐIÐ,
sem Einar Sigurðsson og fl. gáfu
út. Þá er ekki Víðir allur samfelld-
ur enn. Nú veit ég, að Eyjabúar
leita vel hjá sér einu sinni enn.
Brátt eigum við þá öll blöð og alla
bæklinga, sem hér hafa komið út
síðan 1917, allt á einum stað, um
130 blöð og bæklingar.
Þ. Þ. V.
S P A U G
Kona: Ég er svo óskaplega
hrædd um, að ég verði grafin lif-
andi, þegar ég dey, herra læknir.
Læknirinn: Það þurfið þér
ekki að vera hrædd um, frú, ef
ég stunda yður, þegar þar að
kemur.