Blik - 01.04.1960, Side 198
196
B L I K
Gagnfræðadeild. í deildinni hófu
nám 27 nemendur og þreyttu allir
gagnfræðaprófið og stóðust það.
Hæstu meðaleinkunn hlaut Þráinn
Einarsson, 8,77. Annars hlutu 14
nemendur 1. einkunn, 10 nem. 2.
einkunn og 3 nem. 3. einkunn.
Prófdómendur voru hinir sömu
og undanfarin ár við landspróf í
skólanum.
Landsprófsdeild. Aðeins 5 nem-
endur stunduðu nám í landsprófs-
deild að þessu sinni og þreyttu
prófið, sem stóð frá 13.—30. maí.
Fjórir stóðust prófið til réttinda í
menntaskóla eða kennaraskóla
samkvæmt gildandi lögum. Lands-
prófsnefnd breytti engri einkunn
þeirra nemenda, sem stóðust prófið.
Magnús B. Jónsson, Gerði, sem
nindraðist frá að ljúka landsprófi
vorið 1958, lauk því að fullu síðar
með góðri einkunn, 7,48.
Almeninu prófin. Þau hófust í
skólanum 16. apríl. Þegar þau höfðu
staðið nokkra daga, barst svo mikill
afli á land, að vinnuafl skorti og
varð að fresta frekari prófum að
sinni, loka skóla og senda nem-
endafjöldann í framleislustörfin.
Þannig varð tvívegis að veita vinnu-
hlé, eins og það er kallað í skólan-
um, meðan á prófum stóð. Alls var
skólanum lokað í 10 daga af þessum
ástæðum. Prófum lauk 19. maí og
skólaslit fóru fram 23. s. m.
Alls þreyttu 30 nemendur 3.
bekkjarpróf, í bóknámsdeild 20
nem. og 10 í verknámsbekk. Tveir
nemendur í 3. b. verknáms sögðu
sig úr skóla eftir áramót og hurfu
til vinnu. Allir stóðust nemendurn-
ir prófið nema tveir í 3. b. verk-
náms. Hæsta eikunn hlaut Edda
Hermannsdóttir 9, 22. Alls hlutu 11
nem. 1. eink., 11 nem. 2. eink.
og 5 nem. 3. einkunn.
Alls þreyttu 77 nemendur ung-
lingapróf, og stóðust 10 nem. ekki
prófið, náðu ýmist ekki tilskilinni
einkunn í reikningi eða íslenzku
eða þá of lágri meðaleinkunn.
Hæstu einkunn við unglingapróf
hlaut Dóra Þorsteinsdóttir frá Hofs-
ósi, 8,86. Næst hæsta Jóhanna S.
Bogadóttir 8,54. Hæstu einkunn í 1.
bekkjardeildum hlaut Sigríður Sig-
urðardóttir 9,16.
Prófdómendur í reikningi og ís-
lenzku við unglingapróf voru skip-
aðir af fræðslumálastjórn og voru
hinir sömu sem við landspróf og
gagnfræðapróf, þeir Torfi Jóhanns-
son, bæjarfógeti, Jón Eiríksson,
skattstjóri, og Jón Hjaltason, lög-
fræðingur.
Meffaleinkunn viff landspróf vorið
1959:
Skólinn.
Atli Ásmundsson ............ 7,97
Björn I. Karlsson .......... 6,56
Hildigunnur Hlíðar, ........ 6,51
Jóhanna Jóhannsdóttir ...... 5,54
Vilhjálmur Már Jónsson...... 7,30
Landsprófsnefnd staðfesti allar
þessar einkunnir nema þá lægstu.
Verfflaun og viffurkenningar:
Þessum nemendum veitti kenn-
arafundur viðurkenningu fyrir sér-
sta-ka trúmennsku í störfum, ötul-
leik í félagslífi nemenda, fágaða
framkomu í skólanum og sérstök
námsafrek: Eddu Hermannsdóttur
bókargjöf fyrir námsafrek og við-
urkenningarkort skólans fyrir á-
huga og trúmennsku í þágu félags-
lífsins. Guðnýju Björnsdóttur bók-
argjöf fyrir trúmennsku í hringj-
arastarfi og viðurkenningarkort
skólans fyrir dugnað í námi. Dóru
Þorsteinsdóttur 2. b. C. bókargjöf
fyrir námsafrek og Sigríði Sigurðar-
dóttur 1. b. C bókargjöf fyrir náms-
afrek.
Þessir nemendur aðrir hlutu við-
urkenningarkort: Guðmundur Páls-
son, 3. b. verkn., Guðrún Helgadótt-
ir 3. b. bókn., Elín Gréta Korts-
dóttir, 3. b. bókn., Kristjana Björns-