Blik - 01.04.1960, Side 199
B L I K
197
dóttir, 3. b. bókn., Sigríður Jens-
dóttir, 3. b. bókn. og Steinar Ó. Jó-
hannsson, 3. b. verkn. Einungis 3.
bekkjar nemendur geta hlotið við-
urkenningarkort skólans
Sýning skólans og málverkakaup.
Á uppstigningardag, 7. maí, hélt
Gagnfræðaskólinn og Byggðarsafns-
nefnd Vestmannaeyja sameiginlega
sýningu í Gagnfræðaskólabygging-
unni eins og verið hefur nokkur
undanfarin vor. Skólinn hafði sýn-
ingu á handavinnu nemenda, teikn-
ingum, vélritunarvinnu og bók-
færslubókum.
Byggðarsafnsnefndin hafði sýn-
ingu á um 1000 ljósmyndum úr safni
Kjartans heit. Guðmundssonar og
nokkrum hluta af Byggðarsafni
bæjarins, sem geymt er í Gagn-
fræðaskólabyggingunni. Aðgöngu-
eyrir var seldur að ljósmyndasýn-
ingunni og Byggðarsafninu. Full-
orðnir greiddu kr. 10,00 en börn kr.
5,00. Hreinar tekjur af sýningunni
urðu samtals kr. 6500,00. Byggðar-
safnsnefndin fékk upphæð þessa til
ráðstöfunar, og keypti hún fyrir
hana 3 málverk, sem Engilbert
Gíslason, málarameistari, hafði
máiað af gömlum húsum og hverf-
um á Heimaey, og hafði hann gert
riss af þessum málverkum um alda-
mót. Byggðarsafnsnefndin ætlast
til, að málverk þessi verði eilítill
visir að listasafni í kaupstaðnum.
Byggðarsafnsnefndin bauð um 80
gestum á sýninguna, fólki, sem sýnt
hafði Byggðarsafni kaupstaðarins
sérstakan velvilja og skilning.
Þegar þetta er skráð, hefur bæj-
arstjórn Vestmannaeyja keypt mál-
verk af Sveini Björnssyni ,listmál-
ara, og afhent Byggðarsafnsnefnd
til varðveizlu og lagt þannig sitt
til vísisins að listasafni bæjarins.
Byggðarsafnsnefndin hefur nú
skráð og unnið með að öðru leyti
um 6000 ljósmyndir úr ljósmynda-
safninu. Eftir munu óskráðar um
15000 ljósmyndir.
Félagslíf nemenda.
Þessir nemendur skipuðu stjórn
Málfundafélags Gagnfræðaskólans
þetta skólaár: Andri Hrólfsson, for-
maður, Lilja Hanna Baldursdóttir
ritari og gjaldkerar Edda Her-
mannsdóttir, Atli Ásmundsson og
Elísabet Arnoddsdóttir.
Fundastarfi var hagað eins og
undanfarin ár og félagslífinu í heild
á svipaðan hátt.
Tekin er upp sú nýbreytni, að
tveir kennarar hafi saman umsjón
með fundum nemenda hverju sinni
og er því umsjónarstarfi skipt niður
á kennarafundi.
Helga Eiðsdóttir, fimleikakennari,
æfði dang með nemendum fyrri
hluta skólaársins, og kenndi dálitl-
um hóp þeirra „Lansé“, sem al-
menningi var síðan gefinn kostur
á að siá. Einnig skemmtu nemendur
með dansi þessum á skemmtun
Kvenfélagsins Líknar, sem það hélt
öldruðu fólki um áramótin.
Fræðsluráð Vestmannaeyja.
Síðan eftir bæjarstjórnarkosning-
ar 1958 hafa þessir menn skipað
Fræðsluráð Vestmannaeyja: Einar
Guttormsson, læknir, formaður,
Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti, Þor-
valdur Sæmundsson, kennari, Karl
Guðjónsson, kennari, og Sigfús J.
Johnsen, gagnfræðaskólakennari.
Nýbreytni.
Sú nýbreytni var tekin upp í skól-
anum 1. marz, að afnumin voru
stuttu hléin milli kennslustunda.
Um margra ára skeið hefur skólinn
hafizt á morgnana kl. 8,30 og 5 mín-
útna hlé verið gefið milli 1. og 2.
tíma og 3. og 4. en 15 mínútna hlé
milli 2. og 3. tíma. Langa hléinu er
haldið, en matmálstími skólans er
frá kl. 11.45 — kl. 1.00.
Vestmannaeyjum, 31. ágúst 1959.
Þorsteinn Þ. Viglundsson.