Blik - 01.04.1960, Side 209
B L I K
207
MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ GAGNFRÆBASKÓLANS 1938. - Myndin er af nemend-
uin og kennara matreiðslunámskeiðs Gagnfrœðaskólans 193S. Tvívegis á heim árum
beitti Gagnfrœðaskólinn ser fyrir námskeiðum til pess að kenna piltum matreiðslu til
að bata úr brýnni þörf bátaflota Eyjanna á matsveinum. Að þessu starfi með skólan-
um stóð einnig Útvegsbœndafélag Vestmannaeyja, og var Jónas Jónsson i Garðinum
fulltrúi Útvegsbœndafélagsins í starfi þessu. Annað árið var námskeiðið starfrœkt i
Geirseyri við Strandstig en hitt árið i Breiðabliki. leiguhúsnaði Gagnfrecðaskólans.
Myndin hér er tekin i Breiðabliki. — Aftari röð frá vinstri: 1. Ingi Stefánsson, f.r-
lendssonar, 2. Þórður Sveinsson, Engidal, 3. Björn Bergmundsspn, Nýborg, 4. Eyjólfur
Jónsson, Garðsstöðum. — Fremri röð frá viristri: 1 Gunnlaugur Sigurðsson, Hruna,
2. Jón Pálsson, Sigurðssonar frá Norðfirði, 3. Sigwþór Sigurðsson, matreiðslukennari,
bróðir Ólafs á Hótnum við Landagötu hér i bœ og þeirra systkyna, 4. Guðmundur Krist-
jánsson, Faxastig 27, 3. Ingólfur Ólafsson.
til undirbúnings sjálfu lífsstarfinu.
Kvenfélagskonur tóku þessari hug-
mynd mjög vel. í nóvember um
haustið átti Halldóra Bjarnadóttir
símtal við formann Kvenfél.
Líknar og bauðst til þess að útvega
félaginu matreiðslukennara til að
kenna á tveggja mánaða námskeiði
í Eyjum. Þá var námskeiðið aug-
lýst, og sóttu þá 8 eða 9 stúlkur um
nám þar. Þó að svona lítil væri að-
sóknin, afréð Kvenf. Líkn að halda
námskeiðið. Það kostaði félagið kr.
719,73 og voru miklir peningar þá.
Af þeirri upphæð greiddi Búnaðar-
félag íslands Kvenfél. Líkn kr.
200,00. Afgangurinn var greiddur úr
félagssjóði. Forstöðukona nám-
skeiðsins var frk. Matthildur
Sveinsdóttir. Námskeiðið mun hafa
verið starfrækt í húsi Nýja Bíós við
V estmannabraut.
Á áratugnum 1930—1940 mun
Kvenfél. Líkn hafa beitt sér fyrir
stuttum námskeiðum, svo kölluð-
um sýninámskeiðum, þar sem hús-
maa|ðru|m var sýnd maitreiðsla á
grænmetisréttum. m. a. var eitt
slíkt námskeið haldið á þessum ár-
um í húsinu Skálholti, sem nú er
elliheimili kaupstaðarins.
Vissa er fyrir því, að sumarið