Blik - 01.05.1965, Side 14
12
B L I K
nokkurt verðmæti í. M. a. stálu þeir
klukku úr Landakirkju og flestum
eða öllum kirkjugripum. Rán þetta
varð að milliríkjamáli milli kon-
ungsvaldsins danska og enska og
leiddi til þess, að foringi ræningj-
anna, Gentleman, og svo félagar
hans, voru teknir af lífi. Oefað hafa
prestarnir í Eyjum, séra Jón og séra
Olafur Egilsson, verið látnir votta
og leggja mikilvæg orð til í þeim
kærumálum.
Séra Jón orti kvæði um ránskap
þennan og sagði hann hefnd Guðs
fyrir drýgðar syndir Eyjabúa.
Eftir að séra Jón Þorsteinsson
fluttist til Vestmannaeyja, stundaði
hann skáldskap af miklum hug og
dug, orti marga sálma og kvæði, og
gat sér mikinn orðstír fyrir skáld-
skap sinn. Prestur þótti með afbrigð-
um snjall ræðumaður, heittrúaður
og kjarnyrtur, sem boðaði guðshefnd
fyrir drýgðar syndir, svo sem hór-
dóm, drykkjuskap, lauslæti, þjófn-
að og margskyns rangsnúning og
rangsleitni í daglegu lífi fólks. Guð
var kröfuharður og hefnigjarn, refs-
aði miskunnarlítið hinum grá-synd-
ugu börnum sínum, sem brutu boð
hans, já, refsaði þeim jafnvel í 3. og
4. lið, en var annars algóður og
miskunnsamur, alvitur, umburðar-
lyndur og sáttfús, — og gladdist
innilega, þegar börnin hans tóku
sinnaskiptum og bættu ráð sitt. Guð
boðaði fyrirfram stóratburði til
refsingar og hefndar. Þannig fullyrti
prestur, að Kötlugosið 1612 hefði
verið fyrirboði hinnar miklu refs-
ingar, ránsins 1614, sem Eyjafólk
varð að þola fyrir syndir sínar og
spillt líferni.
„Guð, þú sendir bæði sverð og pínu,
hirtir þín börn með kross,
svo hefir þú, faðir, gjört við oss
að þig því betur við biðjum.
Heyrið nú frómir, hvað ég verð
hrópa út og fram segja:
Hér er nú stærri hefnd á ferð,
í hverri menn munu deyja,
ef vér gerum ei yfirbót
afleggjum skammarverkin Ijót,
þar yfir má ei þegja.
Við vorum hlaupnir vítt og breitt
frá boði þínu
og höfum þig til hefnda reitt
iðkandi hvers kyns last og skamm.
Gjörum iðrun, straff vorra lasta, —
við gjörum yfirbót,
afleggjum skemmdarverkin ljót".
Ræningjar frá Algeirsborg sigldu
á þrem skipurn að Vestmannaeyjum
16. júlí 1627. Otti og skelfing gagn-
tók allt Eyjafólk. Þennan dag flýði
Jón Þorsteinsson með fjölskyldu sína
í hellisskúta nokkurn, er hann vissi
af í bjargbrúninni austur af Kirkju-
bæ. Þennan helli nefndu Eyjabúar
Rauðhelli frá fornu fari sökum þess,
að rauðir vikurmolar voru á víð og
dreif fastir í veggjum hans. Með
presti var kona hans, maddama Mar-
grét Jónsdóttit og dóttir þeirra, sem
líka hét Margrét eftir móður-ömmu
sinni, og yngsti sonur prestshjón-
anna, Jón (yngri). Þá fylgdu prests-