Blik - 01.05.1965, Qupperneq 18
16
B L I K
valið, og hefði hann eflaust aldrei
fundizt, ef þessi Snorri hefði ekki
verið á flakki úti og sést ofan af
brúninni".
Það var á árunum 1950—1957
að fulltrúi bæjarfógeta hér, Frey-
móður Þorsteinsson, núverandi bæj-
arfógeti, lagði leið sína austur með
ströndinni norðan og austan kirkju-
bæjanna. Oðrum þræði hafði hann í
huga að leita að hellisgjögri eða
skúta, sem kynni að gefa til kynna
leifar af Rauðhelli. Við nákvæma
leit ofar og neðar í berghamrinum
austur af Kirkjubæjum fann fulltrú-
inn hellisgjögur, sem við nánari at-
hugun minnti vissulega á Rauðhelli
eða leifar hans. I veggjum þessa
hellisgjögurs eru á víð og dreif rauð-
ir vikurmolar, sem minna mjög á
rauðmalardyngjurnar utan í Helga-
felli. Það eru þeir „blóðdropar", sem
trúað fólk á 17. og 18. öldinni var
sannfært um að hefðu hlotið rauða
litinn sökum hins skelfilega atburð-
ar, er átti sér stað í helli þessum,
þegar eitt kunnasta sálmaskáld þjóð-
arinnar á ofanverðri 17. öldinni,
presturinn og trúarskáldið séra Jón
Þorsteinsson, var myrtur þar af trú-
arlegum ástæðum að fólkið taldi víst
og satt.
Sá, sem þetta ritar, hefur marg-
sinnis skoðað þetta hellisgjögur,
sem er í bergbrúninni austur af
Kirkjubæjunum. Tvennt er það sér-
staklega, sem er sannfærandi um
þessa ályktun. I fyrsta lagi rauðu
bergmolarnir, sem eru sérkennileg-
ir fyrir þetta hellisgjögur hér á
Heimaey, og svo raufin í þaki hellis-
ins. Líklegt er að satt sé, að mikið
hafi hrunið framan af hellinum á
undanförnum öldum og árum, og
hann því stytzt að mun. Hafi hann
verið mikið lengri, sem líklegt er,
hefur verið myrkt innst í honum
uppi í þrengslunum, þar sem kon-
urnar leyndust, og myrkrið þar
bjargað lífi þeirra eins og sagt er í
Tyrkjaránssögu.
Skáldskapur
séra Jóns Þorsteinssonar
Séra Jón Þorsteinsson mun
snemma hafa fundið hjá sér hvöt
til að setja saman vísu og vers.
Trúað gæti ég því, að hann hefði
þó byrjað á því fyrir alvöru, er
hann las guðfræðina og hiti trúar-
innar við aukinn skilning og
fræðslu fór vaxandi og sannfær-
ingin gagntók sálarlífið. Hins veg-
ar verður séra Jón ekki umtalað
sálmaskáld með þjóðinni og dáður
höfundur andlegs kveðskapar fyrr
en hann er setztur að í Vestmanna-
eyjum. Hann líkur Davíðssálmum
sínum 1622. Hann mun hafa afrit-
að þá í fleiri eintökum og sent þá
vinum sínum í prestastétt. Davíðs-
sálmar hans eru alls 150, þar af
130 kveðnir af prestinum sjálfum,
en 30 sálma höfðu aðrir kveðið
áður og tók prestur þá inn í safn
sitt. Davíðssálmar voru gefnir út
tvívegis á Hólum, árið 1662 og
1746.
Þegar séra Jón hafði lokið Da-