Blik - 01.05.1965, Side 19
B L I K
17
víðssálmum, tók hann til við svo
kallaða Genesis-sálma, sem eru 50
að tölu. Efnið er 1. bók Mósesar
þrædd all-nákvæmlega. Sálmar þess-
ir voru fjórum sinnum gefnir út á
Hólum, — árið 1652, — 1678, —
1725 og 1753. Einnig þá sendi
séra Jón vinum sínum í prestastétt
og hlaut mikið lof fyrir. Með sanni
má segja, að séra Jón söng sig inn
í hug þjóðarinnar á síðari æviárun-
um með öllum sálmunum sínum,
sem voru mjög margir fyrir utan þá,
sem ég nú hefi nefnt, t. d. nýárs-
sálmar, jólasálmar, bænasálmar,
morgunsálmar o. m. fl., og svo and-
leg ljóð önnur og kvæði. Kveðskap-
ur séra Jóns Þorsteinssonar finnst í
fjölda mörgum kvæða- og sálma-
handritum í Landsbókasafninu og
sannar okkur, hve víða sálmar hans
og kvæði hafa verið kunn með þjóð-
inni og vissulega þótt þess verð, að
þeim væri haldið til haga.
En enginn sálmur eftir séra Jón
Þorsteinsson er nú í íslenzkri
sálmabók og hefur ekki verið í
seinni tíð að ég bezt veit. Hins veg-
ar eru í sálmabókinni 1871, sem
gefin var þá út í Reykjavík, a. m.
kosti 4 sálmar, sem vafi leikur á
og sem að efni og andagift, trúar-
hita og auðmýkt minna mjög á
sálma séra Jóns Þorsteinssonar,
enda þótt þeir séu með athugasemd
eignaðir Magnúsi Stephensen. Ef
til vill hefur hann Ieikið séra Jón
Þorsteinsson grátt um breytingu á
sálmum hans eins og nafna hans,
séra Jón Þorláksson á Bægisá, svo
2
sem kunnugt er af „Rustasneið",
kvæði séra Jóns á Bægisá.
Eins og ég hefi áður drepið á,
hlaut séra Jón Þorsteinsson mikið lof
lærðra manna fyrir kveðskap sinn.
Ymsir þökkuðu presti með vísum
eða kvæðum sálmakveðskap hans.
Séra Olafur Einarsson í Eydölum
hefur lofsöng sinn til séra Jóns með
þessari ljóðlínu: „Svanur einn syng-
ur hér fugla bezt..."
Séra Einar Guðmundsson á Stað á
Reykjanesi yrkir til séra Jóns, m. a.:
Séra Jón sæmd og æru
og sannan fær lofstír manna
— þann vér Þorsteinsson kennum —
þetta verk fyrir sig setti
og vandaS gat allt til enda.
(Ort, þegar séra Einari bárust Da-
víðssálmar).
Og enn segir séra Einar:
„Þorsteinssonur hinn hæsta
hefur lofstír án efa ...
Séra Jón segi ég færi
sæmd og blessun auðdæmda
yfir sitt hús um ævi
og ættarlýð sinna niðja.
Því bið ég: séra Jón bróðir
blessist af starfi þessu".
Séra Gísli Oddsson, þá prestur í
Holti undir Eyjafjöllum, síðar bisk-
up, kvað til séra Jóns:
„Séra Jón, sem nú þénar
söfnuði, bróðir í guði,
Vestmannaeyja, þar önnur
ærustjarna guðs barna".