Blik - 01.05.1965, Qupperneq 23
B L I K
21
senn var grýttur í sjó og hval,
svartan gekk hann harmadal.
Guðs míns höndin lífshannþaðanleiddi.
I Vestmanneyjum undran sú
á þeim tíma skeði
þúsund söm við sæla trú,
sextán hundruð tuttugu og þrjú,
hryggð var mikil, en hún snérist í gleði.
Septembris þann þriðja dag
þá fór skip til veiða,
vitjandi sér happ í hag,
hvert ár er það venjulag
fugl í Skeri fjarlægu að deyða.
Nítján menn á fiskifar
frjálshugaðir gengu.
Skyggðist loft með skýjafar,
skiptust sjór og bylgjurnar,
strax samdægurs storm og regnið fengu.
Undir skerinu skipið lá,
skjól þó lítið væri.
Þar var hríðin hörð og grá,
hrakti þaðan í burtu þá,
leiða nóttin degi var nokkuð nærri.
Út á hafið blátt og breitt
bar þá veðrið stríða.
Ráð var eigi annað neitt,
eilífan guð þeir báðu heitt,
gjörðu svo allir glaðir dauðans bíða.
Enginn gat það orkað neinn,
því ógnin gekk hin stríða,
þar til réttur róðrarteinn
rikkti á og tók burt einn
upp úr skipinu út í sjóinn víða.
Farviðurinn flaut í burt,
flæktist skip í bárum.
Hver hefur meiri háska spurt
um hauðrið vítt og landið þurrt,
fækkað hafði fjórum róðrarárum.
Ifrið fjarlægt út í haf
ógnin löng þá hrakti,
aldrei gat þó komið í kaf,
kóngur himna lífið gaf.
Yfir þeim góður engill drottins vakti.
Þúsund mörg kom bylgjan blá,
sem boðaði þeim dauða,
en þeir hrópuðu herrann á,
hraustir í trúnni voru þá,
og báðu um náð á blóðið Jesú rauða.
Þar til linnti langri þrá,
lægði storm um síðir,
svo þeir undu upp segl við rá,
sigldu hratt og landið sjá,
komu í veginn brimhryggir óblíðir.
Lengi hröktust þar í þeir,
þó kom ekki að grandi.
Fylgdin guðs þá ferjaði meir
í fagra höfn, þar sjórinn deyr,
svo komust þeir lífs að Suðurlandi.
Svo hafa þeir fyrir utan of
englakónginum sanna
sungið af hjarta heiður og lof,
hver þeim líf og landið gaf,
dýrki hann bæði himnahirð og manna.
Kærleiksfullan, fróman mann
fyrir hittu á landi,
þeim gjörði vel til góða hann,
guð eilífur blessi þann
og launi honum með eilífu ástarbandi.
O, hvað hryggðin hér í sveit,
hjartans kvöl og pína
angraði þennan auma reit,
allra helzt á konurnar beit,
allt til þess þær sáu mennina sína.
Septembris þann sjöunda dag
sendi guð þá hingað.
Þeir lentu hér með ljúfalag,
líka gekk þeim allt í hag.
Margt huggaðist hjartað,
sem var áður þvingað.