Blik - 01.05.1965, Qupperneq 26
24
B L I K
á hafinu að vakta þig
og alla þá, þér með fara,
þeirra á leið, þá bevara,
glaður sjá land og landsins skara.
Ó, drottinn í því landi
iðulega gæti þín,
forði við glæpagrandi,
geymi þín frá allri pín.
Þér sé tjáð sæmdin sanna,
sért í náð guðs og manna,
allt þitt ráð efli guð himnanna.
Minnstu og móður þráða
með þeim tárum heitum, þreytt,
það horfist þér til náða
þrávallt, ef athugaðir slíkt.
Hennar bæn hvern dag skeður
heit og væn tárum meður,
hjartað vænt herrans náðin gleður.
Hún biður herrann góða
að hjálpa þér fyrir líf og sál
og vakta þig frá vóða,
verkin blessa þín og mál.
Farðu af stað í friði sönnum,
flykkist að þér blessan í hrönnum,
finndu náð fyrir guði og mönnum.
Ó, að við augum fengi
aftur þig með gleði að sjá.
Mætti ég lifa svo lengi,
lofa mundi ég drottinn þá.
Farðu úr faðmi mínum,
faðmi þig trúr guð í sínum,
verndarmúr á veginum sé hann þínum.
Ó, hjartans elsku niðji,
ég fel þig í drottins hönd,
heim og heiman þig styðji,
hjálpi þér um sjó og lönd.
Sonarkind á sæ ert laminn,
sjáist þinn þar réttur framinn.
Góður minn guð blessi þig. Amen.
Að lokum er hér eitt vers úr ein-
um af hinum mörgu sálmum séra
Jóns Þorsteinssonar. Væri synd að
láta sér koma til hugar, að sálma-
skáldið hefði í huga hina efnalegu
áþján sóknarbarna sinna annars veg-
ar og hins vegar þá, sem áþjáninni
og eymdinni ullu með gegndarlausu
arðráni og fantatökum?
Hvað viltu gjöra, mæti mann,
með þann rangfengna auð?
Guðs kærleik frá þér kúgar hann,
kallast má sálin dauð.
Hugsaðu mest um himnarann,
haltu þér fast við guð,
Þá strax ég hugboð þetta fann,
þverraði syndin snauð.
Heimildarrit: Menn og menntir P. E.
Ó., Saga Islands, 4. bindi, Saga Tyrkja-
ránsins, Einokunarverzlun Dana á Is-
landi eftir Jón Aðils, Prestaævir í hand-
riti S. Gr. Bf. og ýmis handrit önnur í
Landsbókasafni.