Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 39
B L I K
37
slíkan drykk til munns. Ekki er um
það að orðlengja, að upp úr þessu
varð eitt hið mesta „generalfyllirí",
sem sögur fara af undir Eyjafjöllum.
Enga þurrð var að sjá á drykkjar-
föngunum, því að jafnóðum og föt-
in tæmdust, var bætt í þau. Sumir
segja pott settan á hlóðir úti á túni,
þegar leið að miðnætti, til þess að
hita í vatnið. En hér sannaðist sem
oftar hið fornkveðna: „Þar sem hræ-
ið er, þangað munu ernirnir safnast".
Þegar leið á nóttina, fóru að drífa að
fleiri en upphaflega voru boðnir.
Hvort eða hvernig „hvalsagan" hef-
ur flogið svona fljótt, skal ég ekk-
ert um segja, en hitt er víst, að hóp-
ana dreif að úr öllum áttum, —
austan úr Króki, utan úr Holts-
hverfi og af Skálabæjum og neðan
úr Leirnahverfi, — og öllum var
jafnheimill drykkurinn og aldrei
þraut uppsprettan.
Eins og gefur að skilja, kunnu
ekki allir jafnvel „magamál sitt" eða
hófstillingartakmörkin og féllu því
úr leik fyrr en varði. Þá, sem í val-
inn féllu, lét húsráðandinn færa
jafnóðum inn í hlöðu og hreiðra þar
um þá í heyinu, svo að ekki slægi
að þeim í næturkulinu og dögginni.
Reiðskjótar allir voru vel geymd-
ir í hestaréttinni, margir þó með
snarað þófareiða eftir misheppnaða
tilraun til að komast á bak.
Að líkindum hefur ýmislegt
kímilegt hent og margt óheflað
orðið fokið í hinni miklu drykkju-
veizlu og sjálfsagt hefur Þorvaldur
bóndi ekki lagt miklar hömlur á
það, ef ég man rétt. En aldrei heyrði
ég getið um neitt áberandi rifrildi
eða handalögmál í þessu einstæða
hófi og ekki mundi Guðjón á Sand-
felli neitt slíkt.
Nóttin leið fram á næsta morgun
í „glaumi og gleði" með nýjum og
nýjum heimsóknum, en aðrir héldu
heim á leið, ef til vill dálítið valtir
í söðlinum, — sumir.
Sunnudagurinn rann upp heiður
og fagur og minnti smám saman, —
eftir því sem menn vitkuðust, — á
alvarlegri störf með næsta degi, þar
sem sólskinið og útrænan komu
sjálfboðið til þess að þurrka töðuna,
ef hún þá hafði verið losuð.