Blik - 01.05.1965, Page 43
B L I K
41
Halldór Gunnlaugsson, lœknir.
Frú Ágústa Eymundsdóttir, forstöðu-
kona Kvenfélagsins Líknar, sem var
kosin formaður; frú Guðbjörg Gísla-
dóttir, Símstöðinni, þáverandi kona
A. L. Petersen; Guðrún Þorgríms-
dóttir, Lágafelli, fyrrum kona Edv.
Frederiksen; Aage L. Petersen, sím-
stöðvarstjóri, sem kosinn var gjald-
keri félagsins; Árni Gíslason í
Stakkagerði, sem kosinn var ritari
félagsins; Olafur Ottesen, verzlunar-
maður, kosinn endurskoðandi;
Valdimar Ottesen, kaupmaður, vara-
formaður; Guðjón Guðjónsson,
Strandbergi (Sjólyst); Guðjón Jós-
efsson, Fagurlyst, meðstjórnandi, og
Kristján Gíslason, Hóli. Fræðari
minn, Georg, var ekki viss um, að
stofnendur hefðu verið fleiri, en
taldi þó, að þeir hefðu getað verið
það. Ekki vissi hann heldur gjörla,
hvort Halldór læknir var félagsmað-
ur, hélt helzt ekki, enda þótt leyfi-
legt væri samkv. lögum félagsins að
veita félagsmönnum undanþágu frá
skyldustörfum við félagið, ef sér-
staklega stæði á. Halldór læknir var
hins vegar ráðunaumr félagsins og
leiðbeinandi um margt, eftir því
sem sívaxandi læknisstörf hans
leyfðu. A. L. Petersen var einn mesti
starfskraftur félagsins bæði á sviði
og utan þess. Hann var atttaf sí-
vinnandi að heitt félagsins.
Félagslögin, er stofnfundurinn 22.
ágúst 1910 samþykkti, voru þann-
ig:*
1. gr.
Nafn félagsins er „Leikfélag Vest-
mannaeyja".
2. gr.
Tilgangur félagsins er að efla leik-
mennt í Vestmannaeyjum.
3. gr.
Upptöku í félagið geta aðeins þeir
karlar og konur fengið, sem vilja skuld-
binda sig til þess að leika þau hlutverk,
sem þar til skipuð nefnd úthlutar þeim.
Þó má veita undanþágu frá þessu með
samþykki allra félagsmanna. Eftir að fé-
lagið er stofnað og lög þess samþykkt,
geta nýir félagsmenn ekki fengið inn-
göngu í það nema 2/3 félagsmanna sam-
þykki það á fundi. Þó eru þeir skuld-
bundnir, svo framarlega sem þess er
krafizt, að sýna hæfileika sína 3ja manna
* Lögin eru hér birt eins og þau voru
upphaflega fjölrituð og afhent hverjum
félagsmanni. Þetta eru einu félagslögin,
sem til eru, enda þótt þau séu úrelt fyrir
löngu og ekkert eftir þeim farið nú orð-
ið. Ég fékk þau árið 1922, er ég gekk í
félagið, og gaf eintakið aftur L.V. 1942.
Á. Á.