Blik - 01.05.1965, Síða 45
B L I K
43
að sjónleikir væru sýndir hér á þjóð-
hátíðinni, en árið 1912 eða 1913
kom hingað frú Stefanía Guðmunds-
dóttir, leikkona, og léku þau Ólafur
Ottesen leikritið „Hinrek og Pern-
ella" (einþáttungur eftir Baptisti) í
Dalnum.
Hin síðari ár hefur einstöku sinn-
um verið leikið á þjóðhátíð, en ekki
er þó mikið um það, enda erfitt að
koma fyrir útileiksviði í Dalnum.
Þegar leikflokkar hafa komið frá
Reykjavík um þetta leyti árs, hefur
ávallt verið leikið í samkomuhúsum
bæjarins. I fyrsta sinn mun hafa ver-
ið sýndur sjónleikur í Dalnum á
þjóðhátíð 1911. Voru þá sýnd tvö
smáleikrit, er nefndust „Leiksoppur-
inn" og „Seint fyrnast fornar ástir".
Var þá leiksviði komið fyrir uppi á
svonefndum Herjólfshaug og leik-
tjöld höfð á þrjá vegu, en áhorfend-
ur voru í brekkunni þar í kring.
Þótti þessi skemmtun að vonum góð
og nýstárleg. (Sbr. Isafold 16. ágúst
1911). Ekkert er um það getið,
hverjir léku, en gera má ráð fyrir,
að þar hafi kvenfélagskonur verið að
verki með aðstoð einhverra „kven-
hollra" aðstoðarmanna, þareð Kven-
félagið Líkn stóð fyrir þjóðhátíðinni
þá. Einnig þótti þá í frásögur fær-
andi, að þessa þjóðhátíð setti frú Jó-
hanna Arnadóttir í Stakkagerði. Hún
var þá forstöðukona Kvenfélagsins
og flutti snjalla setningarræðu.
Sennilega er það í eina skiptið, sem
kvenmaður hefur sett þjóðhátíð
Vestmannaeyja. Þess vegna finnst
mér réttlætanlegt að láta þessa getið
hér, þótt það komi ekki leikfélags-
starfseminni beint við.
Eftir að L.V. var stofnað, komst
leikstarfsemin hér í fastari skorður
en verið hafði áður. Fyrr höfðu
menn og konur aðeins talað sig sam-
an um að leika eitthvað, þ.e. þeir,
sem áhuga höfðu fyrir þeirri list.
Var svo leikið eftir því sem aðstæð-
ur leyfðu. Það er furðulegt, hve
miklu frumkvöðlar leiklistar hér
hafa getað afkastað, þrátt fyrir mikla
erfiðleika á margan hátt. Mann
undrar áhuga þeirra og leikhúss-
gesta fyrir þessari listgrein, og svo
það, að fólkið gat séð af peningum
til þess að njóta þessarar ánægju og
fræðslu, svo sára lítið sem hér var
af peningum í umferð fyrr á tímum
með öllum almenningi.
Að stofnfundi L.V. loknum var
þegar hafizt handa um að setja nýtt
leikrit á svið. Var þá þegar sam-
þykkt að fara þess á leit við Kven-
félagið Líkn, að það leigði Leikfé-
laginu leiktjöld frá Apakettinum og
Ævintýrinu, því að starfsemin
skyldi hefjast með leikritinu „Ævin-
týri á gönguför" eftir Hostrup þá
um haustið. A fundi Kvenfélagsins
var samþykkt að verða við þessum
tilmælum Leikfélagsins gegn því
skilyrði, að það héldi leiktjöldunum
við og hefði þau ávallt tiltæk og í
góðu standi, svo að Kvenfélagið
hefði aðgang að þeim, ef það æskti
að nota þau. Þetta varð að sam-
komulagi milli félaganna.
„Ævintýrið" var svo sýnt seint um
haustið 1910 við ágæta aðsókn.