Blik - 01.05.1965, Page 52
50
B L I K
látbragði. Var tal hans allt hnitmið-
að við persónuna. Einmitt eins og
Jón skilaði hlutverki sínu og túlkaði
þessa persónu, þannig fannst mér að
Matth. Joch. mundi hafa hugsað sér
hana. Yfirleitt ber öllum saman um,
að Guðm. Felixson hafi ekki náð
þeim tökum á hlutverki „Sveins
gamla", sem talist gætu góð eða til
að fullvissa mann um, að þarna væri
sannur útilegumaður, fullhugi og
hörkutól, vopnfimur, sterkur og ill-
ur viðureignar, mannvera, sem raun-
verulega væri á móti öllu mannfé-
laginu, jafnvel sínum eigin félög-
um. Þetta er sagt að Jóni Filippus-
syni hafi tekizt mjög vel að túlka á
sviðinu fyrrum eða 1898, er hann
lék Skuggasvein! Fjölmargir Eyja-
menn minnast Jóns, sem þess bezta
er þeir hafa séð á sviði í þessu vanda-
sama hlutverki.
Stúdentana léku þeir Guðjón í
Sjólyst og Guðl. Hansson, báðir
hressilega, og Galdra-Héðinn lék
Guðm. Felixson. Þar var hann öllu
betri en í Skugga-Sveini, vildi
þó ýkja galdramennskuframkomuna
um of. Hróbjart lék Sigurður Jóns-
son, skósmiður.
Um miðjan des. 1913 og um ára-
mótin lék L. V. leikrit er nefndist
„Malarakonan fagra". Hvergi hef ég
getað fundið hlutverkaskipun í þessu
leikriti, sem er eftir Duveycier, en
gera má fyllilega ráð fyrir, að
þar hafi leikið Agústa, Olafur, Peter-
sen og Guðbjörg. Um þetta verður
þó ekkert sagt með vissu.
Nokkru síðar sýndi svo L. V.
Leikararnir Bjarni Björnsson, gaman-
vísnasöngvari, og Ólafur Ottesen
(sitjandi).
„Sagt upp vistinni", og „Varaskeif-
und\ Er það fyrrnefnda eftir C.
Möller, en hitt eftir E. Bögh. Voru
þau sýnd sem undanfari hins stóra
verkefnis félagsins, þ. e. Sherlock.
Holmes. Þá kom hingað Bjarni
Björnsson leikari úr Reykjavík síðla
haustsins og sviðsetti þetta mikla
leikrit og stjórnaði því. Hann hafði
sjálfur leikið eitt aðalhlutverkið í
þessu leikriti þ. e. a. s. sjálfan Sher-
lock Holmes, leynilögreglumann, er
það var leikið í Reykjavík skömmu
áður. Þetta var stærsta og umfangs-
mesta viðfangsefni L. V. fram að
þeim tíma og ávallt nefnt hér „Týndi
böggullinn", eins og fyrr segir,