Blik - 01.05.1965, Page 53
B L I K
51
byggt upp af leynilögreglusögum
Conan Doyle. Þættirnir voru nokk-
uð langir, svo að ég hygg að sýn-
ingartími leikritsins hafi verið um
2V4 til 3 tímar að hléum meðtöld-
um. Þetta stórverk var leikið síðast á
árinu 1913 og fyrst í árinu 1914.
Þar hreif A. L. Petersen áhorfendur
svo í hlutverki Michael Shark, að
allt ætlaði um koll að keyra af hlátri,
sérstaklega þegar hann var að bisa
við skápinn og í samtali sínu við
Bob McLew í gaskjallaranum. Peter-
sen var afbragðs leikari og þetta
hlutverk var sem búið til fyrir hann,
dönskuskotin íslenzkan með dönsk-
um áherzlum, alls konar handapat,
bukk og beygingar, hreyfingar allar
léttar og f jaðurmagnaðar. Þeirri per-
fónu gleymir enginn þeirra, er sáu
hana í „Týnda bögglinum". Svo var
það Olafur Ottesen, sjálfur Sherloch
Holmes, allt í senn: alvara og gleði,
fullkomnasta framsögn og lát-
bragðalist. Hann kom þarna fram í
gervi ungmennis, — gamalmennis,
— sem hinn djúpskyggni spekingur,
öllum leynilögreglumönnum kænni.
Leikur hans var frábær list og gerv-
in eftir því. Ekki má heldur gleyma
Professor Moriarty, stórglæpamann-
inum og morðingjanum, sem hafðist
við í undirheimum stórborgarinnar
ásamt illþýði sínu. I því hlurverki
sýndi Arni Gíslason sinn bezta og
þróttmesta leik í gervi glæpamanns-
ins. Atökin milli hans og Sherlock
Holmes voru full af alls konar
brögðum og snilldarlega útfærðum
brellum, sem héldu leikhúsgestum
Ólafur Ottesen.
iðandi í sætunum af æsingi. Það var
í sannleika sagt heilsteyptur leikur
í margs konar dulargervum, sem öll
miðuðu að því að koma hvor öðr-
um fyrir kattarnef. Það var gaman
að sjá andlit áhorfendanna í salnum.
Allir stóðu á öndinni. I gaskjallar-
anum fann Holmes Frk. Alice
Faulkner lokaða inni í skápnum, og
er illþýðið ætlaði að ráðast á Holm-
es, þreif hann stólinn annari hendi
og mölbraut olíulampann með hon-
um, svo að allt varð hulið myrkri á
leiksviðinu. Aheyrendur voru á
glóðum. Hvað kemur næst? Hvernig
endar þetta? Skyldu þau sleppa? Og
síðar kom prófessorinn í heimsókn
til Holmes og var þá í dulargervi
keyrslumanns. Holmes bað hann að
spenna fyrir sig tösku og loka henni.