Blik - 01.05.1965, Qupperneq 59
57
B L I K
dóttir, Jónína Þórhallsdóttir, kona
Björns H. Jónssonar, skólastjóra,
Jóhann Þ. Jósefsson, Arni Gíslason
o. fl. Skeggi segir, að meðferð leik-
endanna á hlutverkunum þyki sér-
lega góð og sumar persónurnar fullt
eins vel leiknar hér og verið hafi í
Reykjavík. Sá leikdómur er undirrit-
aður B. H. J., og mun vera eftir
skólastjórann. Hefur hann eflaust
séð leikritið á sviði í Reykjavík.
Nálægt vertíðarlokum 1918 sýndi
Kvenfélagið leikritið „Mötuneytið”.
Um leikendur þar hef ég ekki fengið
vitneskju. Þeirra er ekki getið í bók-
um félagsins. Hins vegar mun óhætt
að fullyrða, að þar hafi félagskonur
einar verið að leik.
A blómaskeiði Leikfélags Vest-
mannaeyja, frá 1910—1918, voru
helztu starfskraftar félagsins eftir-
talið fólk:
1. Olafur Ottesen í Vísi (nú húsið
Þingvellir, Njarðarstígur 1),
sonur Valdimars Ottesen, kaup-
manns þar og k. h. Sigríðar Eyj-
ólfsdóttur.
2. Bjarni Björnsson, leikstjóri, leik-
ari og gamanvísnasöngvari.
3. Arni Gíslason frá Stakkagerði
Lárussonar og k. h. Jóhönnu
Arnadóttur Diðrikssonar.
4. Georg Gíslason, albróðir Arna.
5. Guðjón Jósefsson frá Fagurlyst
Valdasonar og k. h. Guðrúnar
Þorkelsdóttur.
6. Guðjón Guðjónsson í Sjólyst
Jónssonar og k. h. Guðrúnar
Bjarnadóttur frá Dölum.
7. Aage Lauritz Petersen, verk-
fræðingur og símstjóri, frá Dan-
mörku.
8. Eyjólfur Ottesen, bróðir Olafs.
Hann hefur líklega gengið í L.
V. 1912 eða 1913.
9. Karl Gránz á Karlsbergi hér
(Heimagata 20). Mun hafa
gengið í L. V. 1911 eða 1912.
10. Steingrímur Magnússon frá
Miðhúsum. í L. V. frá 1913-
11. Þóra Vigfúsdóttir, verzlunar-
mær í Edinborg. I L. V. frá
1913.
12. Guðrún Þorgrímsdóttir á Lága-
felli (Vestmannabraut 10), fyrri
kona Brynjúlfs Sigfússonar,
kaupmanns. Hún var áður gift
Edw. Frederiksen, bakarameist-
ara.
13. Guðbjörg Gísladóttir, Símstöð-
inni, fyrri kona A. L. Petersen,
símstjóra.
14. Agústa Eymundsdóttir, Hóli,
kona séra Jes A. Gíslasonar.
15. Kristján Gíslason, Hóli, kvænt-
ur Sigríði Ottesen.
16. Asta Ottesen í Vísi.
17. Síta (Sigríður) Sigurðardóttir,
verzlunarmær, dóttir Gróu
Helgadóttur tónskálds Helga-
sonar.
18. Emilía Ottesen, f. Guðlaugs-
dóttir, kona Eyjólfs Ottesen.
Þau bjuggu lengi í Dalbæ hér
(Vestmannabraut). Hún var í L.
V. frá 1912/13.
19. Sigríður Ottesen, systir Olafs og
Eyjólfs, kona Kristjáns Gísla-
sonar.