Blik - 01.05.1965, Page 64
62
B L I K
ið 1918 til raffræðináms, en kom
heim haustið 1922. Það haust gekk
Haraldur í L. V. og lék í „Villidýr-
inu' þetta sinni með Jóhannesi
Long. Haraldur söng oft gamanvísur
eftir þetta hjá Kvenfélaginu Líkn
og lék fyrir það í nokkrum leik-
þáttum. Hann lék fyrst í „Skyggnu
augun" 1908, leikriti Steins Sigurðs-
sonar skólastjóra. Haraldur var mjög
snjall í því að gera leiksviðin björt
og aðlaðandi og fara með hlutverk
sín þannig, að hann lyfti meðleikur-
unum í þeirra hlutverkum. Þeim
var svo létt um leik sinn, fundu
svo mikið traust og öryggi í fram-
komu hans á sviðinu. Hann var eitt-
hvað svo eðlilegur, að manni fannst,
að samveran með honum á sviðinu
væri alls ekki leikur, heldur raun-
veruleikinn, sem þar færi fram.
Hann var efalaust fæddur leikari,
svo að einnig í þeim ættlið hefur
leiklistargáfan gengið í erfðir, þareð
móðir hans, Sigurbjörg R. Péturs-
dóttir, þótti leika mjög vel t. d. í
leikritinu „Hinn þriðji" eftir Ho-
strup 1893. Þá lék og Hjálmar bróð-
ir hans ágætlega t. d. í leikritinu
„Upp til Selja", „Ævintýrið í Rosen-
borgargarði" og „Thorvald Peter-
sen" eftir Sigurbj. Sveinsson. Anna
systir þeirra lék og ágæta vel í „Upp
til Selja" og ef til vill í fleiri innan-
félagsleikritum félagssamtaka í bæn-
um.
Leikárið 1920/21 var leikið leik-
ritið „Hermannaglettur" eftir Ho-
strup, gamalkunnur leikur hér í bæ.
Var það að mestu leyti á vegum L.
V., en þó aðfengnir leikkraftar. Þá
léku þessir:
Barding: Guðjón Jósefsson
Mads þjón: Filippus Arnason
Lange: Jóhann Jónsson á Brekku
Anker: Guðjón Guðjónsson
Magister Glob: Árni Gíslason
Emilíu: Emilía Filippusdóttur
„Hermannaglettur" voru leiknar
fyrri hluta haustsins 1921. Fólki
fannst að venju hressandi að sjá þess-
ar gömlu glettur, en mikill var
stærðarmunurinn á Mads nú eða
1916/1917, er Jóhannes Brynjólfs-
son lék Mads. Hann var með stærstu
mönnum hér, en Filippus vart meir
en meðalmaður á hæð. En meðferð
hlutverksins var ágæt og þessi Mads
reyndist í hlutverkinu „réttur maður
á réttum stað", eins og þar stendur.
Hinir voru allir þrautreyndir leikar-
ar og gerðu sínum hlutverkum að
venju mjög góð skil.
Síðla sumars 1921 afréð L. V. að
taka til sýningar hið góðkunna leik-
rit „Apaköttinn" og sýna hann um
eða eftir þrettándann 1922. í aðal-
hlutverkin völdust þau Ágústa Ey-
mundsdóttir, Árni Gíslason og Guð-
jón Jósefsson, sem þá var orðinn all-
sæmilega hress að heilsu. Þau skyldu
öll leika sín gömlu hlutverk. —
Unga manninn Lindal var Filippus
Árnason í Ásgarði fenginn til að
leika, en Margrét Johnsen skipuð í
hlutverk ungu stúlkunnar Marge-
rete. Leikur þessi þótti sem alltaf áð-
ur hinn skemmtilegasti og var sýnd-