Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 69
B L I K
67
er eftir S. Neumann. Það var leikið
í Guttó á vegum stúkunnar Báru
nr. 2
Leikendur voru þau:
Friðfinnur Finnsson, Brekkuhúsi
Filippus Arnason, Asgarði
Katrín Arnadóttir, Asgarði
Nikólína Jónsdóttir, Hásteinsv. 4
Valdimar Astgeirsson, Litlabæ
Uppfærsla leikrits þessa þótti
takast sæmilega og var þó ekki um
mik.la tilsögn að ræða hjá þessum
nýliðum á sviði leiklistar. Þó að-
stoðaði við uppfærslu leiksins og
sviðsetningu Yngvi J. Þorkelsson,
Eiðum, sem var mjög listrænn, ekki
sízt á þessum vettvangi. Þessi leik-
ur mun hafa verið upphaf að leik-
starfsemi þessa fólks, sem sumt átti
eftir að skemmta Eyjabúum með
góðum leik í fjölmörgum leikritum,
sem síðar mun á minnzt í pistlum
þessum um leikstarfsemi í Eyjum.
Árið 1922 sýndi L. V. leikritin
„Strokufangann" og „Hún vill
verða leikmær" og sennilega fleiri
þætti.
Árið 1924 sýndi Kvenfélagið
„Happið" eftir Pál Árdal. Það var
einnig leikið 1925. Með sýningum
félagsins á stuttum leikritum voru
venjulega einhverjir aðrir dagskrár-
liðir, t. d. skrautsýningar og upp-
lestur.
Á „skrautsýningu" 1922 eða 1923
hjá Kvenfélaginu var t. d. sýnd
„Litla stúlkan með eldspýturnar"
eftir H. C. Andersen. Þá man ég sér-
staklega eftir Bergþóru Magnús-
dóttur í Dal í hlutverki litlu stúlk-
unnar, enda hreif hún alla með feg-
urð sinni og góðum leik.
Þá var einnig „Burknirótin" eftir
Árdal o. fl. sýnd á skrautsýningum.
Árið 1926 var sýndur kafli úr
„Skyggnu augunum" eftir Stein Sig-
urðsson fyrrverandi barnaskóla-
stjóra hér í Eyjum (1904—1914),
— kaflinn, þar sem álfkonan sækir
umskiptinginn í vögguna, kastar frá
sér hinu mennska barni, og rýkur á
dyr í fússi með sitt eigið afkvæmi.
(Sjá Blik 1963 um leikrit 1908—
1909).
Þrátt fyrir tíðar sýningar Kvenfé-
lagsins er sjaldnast getið um þær í
bókum þess eða nöfn þeirra leikrita,
sem sýnd voru hverju sinni, svo að
eflaust eru þau miklu fleiri, en hér
getur — bæði leikrit, sem sýnd voru
almenningi og svo eingöngu á inn-
anfélagsskemmtunum þess. Almenn-
ar skemmtanir félagsins voru leik-
sýningar, upplestrar og söngur. Oft
sungu tvísöng fyrir félagið þeir
Halldór læknir Gunnlaugsson og
Kristján á Hóli Gíslason, og þá m.
a. Gluntana eftir G. Wernerberg.
Stundum söng og Halldór læknir
gamanvísur og þóttu þær afbragðs-
góðar.
Eftir að frú Anna Pálsdóttir, kona
Sigurðar Sigurðssonar, lyfsala, kom
til Eyja, lék hún oft einleik á slag-
hörpu á skemmtunum Kvenfélags-
ins og lék stundum fyrir dansi á árs-
hátíðum þess. Margur mun enn
minnast þess, er hún lék Les Lan-