Blik - 01.05.1965, Page 73
B L I K
71
með handabandi. Hann sagðist þá af
einhverri rælni hafa kvatt tengda-
mömmuna í leiknum með kossi. Frú
Agústa var sízt við þessu búin, en
sagði: „Við erum nú ekki vön að
hafa þetta atriði svona í leiknum”...
Nokkru síðar varð frú Ágústa
tengdamóðir Haraldar í raunveru-
leikanum, því að hann giftist Sól-
veigu dóttur hennar 2. maí 1929-
Bjuggu þau fyrst hér í Eyjum, en
fluttu síðar til Reykjavíkur, þar sem
þau búa síðan.
Síðar lék Kvenfélagið „Tengda-
mömmu" í samráði við L. V. Var
það leikárið 1930/31, þá léku m. a.
frú Jóhanna Linnet, Mjallhvít Lin-
net, Guðrún Karlsdóttir, Haraldur
Eiríksson, Georg Gíslason, Páll
Scheving, Jónína Jónsdóttir, Jakob-
ína Ásmundsdóttir, Stefán Árnason
o. fl. Var sú frumsýning 25. nóv.
1930. Sjá nánar um þetta við það ár.
Ár 1923/24 lék Kvenfél. Líkn
leikritið „Fru Prop" undir stjórn frú
Ingibjargar Theodórsdóttur, sem
einnig lék með í leikritinu. Aðr-
ir leikendur voru m. a. Páll Schev-
ing, Sigurgeir Jónsson, Suðurgarði,
og Kristján Gíslason, Hóli. Fyrst var
leikritið sýnt á árshátíð félagsins, en
svo endurtekið á gamalmenna-
skemmtun félagsins. Frú Ingibjörg
hafði farizt bæði leikur og stjórn
hans prýðilega úr hendi. Leik þess-
um var vel tekið af leikhússgestum.
Ekki hef ég fundið leiks þessa getið
sérstaklega í blöðum bæjarins nema
hvað Skjöldur segir í des. 1923, að
skemmtun þessi hafi verið haldin
13. des. Þá hafi Indriði Einarsson,
rithöfundur, lesið upp og sagt
skemmtilegar sögur og fólk hafði
skemmt sér hið bezta. — Þetta er
allt, sem um skemmtunina er skrif-
að. Leikritið „Frú Prop" var áður
leikið hér 1909.
Sennilegt er, að á leikárinu 1924/
25 hafi leikritið „Æfintýri á göngu-
för verið leikið hér á vegum L. V.
Ekki er nú fyllilega ljóst, hverjir þá
fóru með hlutverk í þessu vinsæla
leikriti. Þó er þetta vitað:
Skrifta-Hans: Georg Gíslason
Assesor Svale: Finnbogi Finnsson
Krans: Árni Gíslason
Helena: Ágústa Eymundsdóttir
Ejbekk: Þórarinn Olason
Herluf: Kristján Gíslason
Jóhanna: Emilía Ottesen
Lára: Ragna Þorvarðardóttir, Borg
Pétur: Björn Sigurðsson, Péturs-
borg.
Vermund: Ingi Kristmannsson.
Mun þetta vera nálægt sanni,
þareð flestum ber saman um þessa
hlutverkaskipan.
Eg get ekkert um þessa leiksýn-
ingu dæmt að eigin sjón, þareð ég
sá hana ekki, en menn hafa sagt
mér, að mjög vel hafi rætzt úr með
öll hlutverkin. Georg hafði skilað
Skrifta-Hans með ágætum, enda þótt
um söng hans mætti deila. En ein-
mitt söngur hans, t. d. í Skrifta-Hans,
virðist hafa getað orðið í merkilega
góðu samræmi við atriði leiksins,