Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 82
80
B L I K
þrælarnir voru drepnir, því að þeir
voru Vestmenn........ (Landnáma,
5.—6. kap.).
Það er ekki löng frásögn, sem
finnst rituð um þræla Hjörleifs, og
flestir álíta, að nóg sé sagt frá slík-
um mönnum. Sagnaritarinn dáir
víkinginn, sem fór í vesturvíking og
herjaði víða um Irland, fékk þar
mikið fé og tók þræla 10. Frásögn-
in ber það líka með sér, að hann dáir
búmanninn, sem lætur þrælana
draga arðurinn. Sagnaritaranum
blöskrar illmennska þrælanna, sem
fólust í skóginum og réðust á Hjör-
leif og menn hans í leit að bjarndýr-
inu, sem hafði átt að drepa uxann.
Þrælarnir drápu þá Hjörleif og
menn hans, einn eftir annan, þar til
enginn stóð uppi. Sagnaritarinn til-
færir með samúð svar Ingólfs, fóst-
bróður Hjörleifs, er hann vissi, hvað
átt hafði sér stað. Einnig dáir hann
ferðina til Eyja og hversu Ingólfi
tókst að hefna fóstbróður sins.
Kynslóðirnar, sem síðan hafa lif-
að og starfað í þessu landi, hafa les-
ið þáttinn um fóstbræðurna, dreng-
skap þeirra og dáð og hreysti.
Að vissu leyti hefur sú aðdáun átt
rétt á sér, því að á þeirra tíma vísu
voru þeir fóstbræður án efa drengir
góðir og höfðingjar. Eðlilegt var, að
Ingólfi sárnaði, þegar hann fann
fóstbróður sinn dauðann og vita, með
hverjum hætti dauða hans bar að.
Auðvitað hlaut Ingólfur að leita
hefnda, samkvæmt ótvíræðri fóst-
bróðurskyldu. Jafnframt hlaut hann
að leggja kapp á að bjarga systur
sinni, ekkju Hjörleifs, sem hann vissi
nú í höndum þrælanna.
Ingólfi verður ekki ámælt. Hann
gerði það eitt, sem skyldan bauð
samkvæmt allsherjar fóstbræðralög-
um og almennri réttarvitund þeirra
tíma.
En þetta er aðeins önnur hlið
þessarar harmsögu. Hin hliðin, og
hún ekki veigaminni, snýr að Vest-
mönnunum.
Gerum okkur í hugarlund, hvern-
ig herferðir norsku víkinganna voru
— eða hvað þær voru.
Ibúar Vestureyja sátu að búum
sínum. Einhverja nóttina leggja her-
skip að landi. Margir menn, gráir
fyrir járnum, stíga á land. Þeir láta
greipar sópa um eignir landsmanna.
Búfé þeirra var rekið til strandar og
höggvið. Bæirnir voru rændir, öllu
verðmæti ruplað. Heimilisfólkið sært
eða drepið. Húsbændur og vinnu-
menn herteknir, hnepptir í þrældóm
og áttu síðan við hin verstu kjör að
búa það sem eftir var ævinnar. —
Nærri má geta, hver vá Vestmönn-
um hefur þótt fyrir dyrum, er þeir
urðu varir við að norskir víkingar
voru í nánd. Maður getur gert sér
nokkra hugmynd um þessi strand-
högg með því að lesa „Tyrkjaránið
á Islandi". Þar koma Vestmannaeyj-
ar mjög við sögu.
Þegar þeir fóstbræður höfðu af-
ráðið, að taka sér bólfestu á Islandi,
fór Leifur í hernað, svo sem sagan
greinir. Hann herjaði víða um ír-
land. M. a. fann hann þar jarðhús
mikið, sem hann gekk í. Þar fann