Blik - 01.05.1965, Side 86
84
B L I K
O. J. Olsen.
mótin 1922—1923 og bjó í Ásum.
Með honum kom þá einnig dönsk
kona, frk. Kathy Henriksen, sem
var útlærð hjúkrunarkona og nudd-
læknir. Átti hún að veita forstöðu
nudd- og baðstofu, sem síðar verður
greint frá. Ekki fór hjá því, að koma
þessa manns vekti nokkra athygli í
jafn litlu byggðarlagi, og gengu há-
værar sögur í bænum um sérkenn-
ingar og kreddur þessa trúfélags. En
forvitnin var vakin og þegar fyrsta
ramkoman var haldin í Goodtempl-
arahúsinu, var salurinn troðfullur.
Flestir hafa að sjálfsögðu komið af
forvitni, en nokkrir ungir menn voru
sýnilega komnir í þeim tilgangi að
draga dár að öllu saman. Sátu þeir
ókyrrir mjög á innsta bekk með húf-
urnar á höfðinu. Kunni Olsen þessu
illa, en vissi sem var, að færi hann
að tala við þá, væri hann um leið
búinn að kveikja í tundurþræðinum.
Húfurnar vildi hann samt ofan og
þekkti aðeins eitt óbrigðult ráð til
þess að fá Islending til að taka ofan.
Kom sér nú vel, að Olsen var söng-
maður góður. Hann stóð upp, gekk
upp að ræðustólnum og söng með
þróttmikilli barytonrödd: „Son Guðs
ertu með sanni”. Húfumennirnir litu
vandræðalega hver til annars og
kjarkurinn sveik þá; húfurnar hurfu
ein eftir aðra og voru ekki settar upp
aftur, meðan á samkomunni stóð.
Lýsir þetta litla atvik því vel, hve
skjótráður Olsen var og úrræðagóð-
ur, þegar á þurfti að halda, og slyng-
ur í sálfræðilegum ákvörðunum.
Voru samkomur síðan haldnar
allan veturinn, fyrst í Goodtempl-
arahúsinu eins og áður er sagt, síð-
ar í gamla Þinghúsinu, Borg, sem þá
var kvikmyndahús. Á jóladag 1922
var enn flutt í stærra hús og voru
samkomurnar eftir það haldnar í
Nýja Bíó (við Vestmannabraut). —
Samkomur þessar voru ætíð vel sótt-
ar, oftast húsfyllir, og sá Olsen brátt
árangur af starfi sínu. Söfnuður S. D.
Aðventista í Vestmannaeyjum var
svo formlega stofnaður 26. janúar
1924. Stofnendur hans voru 32 og
fara nöfn þeirra hér á eftir:
1. Bergþóra Magnúsdóttir, Berg-
holti. f. 10. maí 1910 í Búðar-
hólshjáleigu í Landeyjum. Gift
Olafi Onundarsyni, parketlagn-
ingarmanni. Býr í Kópavogi.
2. Guðbjörg Ingvarsdóttir, Geit-
hálsi, f. 28. júní 1897 að
Hellnabóli undir Eyjafjöllum.