Blik - 01.05.1965, Síða 90
88
B L I K
Sigfús Hallgrímsson,
fyrsti kennari við Barnaskóla S.D.A., f. 8.
sept. 1904 að Ytra-Garðshorni í Svarfað-
ardal. Voreldrar hans voru Hallgrímur
Kristjánsson, bóndi í Ytra-Garðshorni og
í Syðra-Holti í Svarfaðardal (f. 12. sept.
1863, d. 18. des. 1930) og k. h. Pálína
Pálsdóttir Jónssonar i Syðra-Holti (f. 7.
febr. 1866, d. 20. júní 1938).
Sigfús stundaði nám við Alþýðuskól-
ann á Eiðum 1921—1923 og lauk síðan
kennaraprófi frá Kennaraskóla Islands
árið 1934. Frá árinu 1928 hefur hann
verið starfsmaður S.D. Aðventista og
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, en lengst
af verið kennari við barnaskóla þeirra í
Vestmannaeyjum og í Reykjavtk.
Sigfús Hallgrímsson er tvíkvcentur.
Fyrri kona hans var Kristín Sigurlaug
Sigurðardóttir, bónda að Reit í Flókadal
í Skagafjarðarsýslu Þorvaldssonar. Þau
Kristín og Hallgrímur eignuðust 1 dótt-
ur barna, Onnu, húsmóður, f. 14. marz
1930. — Seinni kona Sigfúsar er Kristj-
ana Steinþórsdóttir frá Þverá i Olafsfirði.
sem nú stendur við Brekastíginn.
Sunnudagsmorgun einn í september
kl. 6 var svo byrjað að hlaða veggi
kirkjunnar. Þeir voru hlaðnir úr hol-
steini, sem safnaðarmenn höfðu
steypt í frístundum sínum inni í
Botni. Næsta föstudag kl. 3 síðdegis
var húsið fokhelt með hurðum, og
gleri í gluggum. Oll vinna var látin
í té endurgjaldslaust. Þegar byrjað
var á kirkjugrunninum, voru engir
p' ningar til í sjóði, en safnaðarmeð-
limirnir voru beðnir að skrifa á blað
þá upphæð, sem þeir teldu sig geta
látið til byggingarinnar og jafnframt
hve mikið mánaðarlega. Með þessi
skriflegu loforð var síðan farið til
Helga Benediktssonar, sem rak hér
byggingarvöruverzlun og lánaði
hann allt, sem til þurfti.
Þrátt fyrir stopula vinnu og lítil
fjárráð manna yfirleitt, greiddu allir
skilvíslega það, sem þeir höfðu lof-
að, og þegar kirkjan var tekin í notk-
un snemma árs 1926 var hún skuld-
laus. Frá því kirkjan var byggð, hafa
verið gerðar miklar breytingar á
henni bæði að utan og innan og hafa
safnaðarmeðlimir sjálfir kostað þær
breytingar.
Haustið 1928 var ákveðið að gera
tilraun til að koma á fót barnaskóla
fyrir safnaðarbörnin. Skólahús var
að vísu ekkert til, en kirkjan var þá
nýbyggð, eins og fyrr segir, og hin
vistlegasta á þess tíma mælikvarða.
Stofnun skólans mætti í fyrstu nokk-
urri andstöðu, en þáverandí fræðslu-
málastjóri, Asgeir Asgeirsson, kvað
hana niður. Var nú úr vöndu að ráða