Blik - 01.05.1965, Side 96
Þorsteinn Þ. Víglundsson:
/ # /
Arni Arnason,
símritari
MINNINGARORÐ
Hinn 13. október 1962 lézt Árni
Árnason, símritari, eftir langvarandi
veikindi. Skarð er fyrir skildi í bæj-
arfélaginu, er þessi trausti og hug-
Ijúfi sonur Eyja er fallinn frá. Það
finnst okkur a. m. k., sem með hon-
um unnu að þeim menningarmálum
hér í bæ, sem byggðarsafnsnefnd
bæjarins hefur til þessa haft á prjón-
unum og beitt sér fyrir, en þar var
Árni ötull og áhugasamur starfs-
kraftur frá upphafi eða um tug ára.
Enginn hefur betur til þess unn-
ið en hann, þó að margir hafi það
gert, að ársritið okkar Blik geymi
nokkur minningarorð um Árna,
störf hans í þágu lífs og starfs Eyja-
manna bæði á landi og sjó.
Árni Árnason, símritari, fæddist
að Búastöðum 19- marz 1901. Hann
var dóttursonur hreppstjórahjón-
anna þar, Lárusar Jónssonar og
Kristínar Gísladóttur, hinna mæt-
ustu hjóna, sem margt gott dugn-
aðarfólk í Eyjum og utan þeirra er
sprottið af. Margt það fólk ber ein-
kenni þeirra hjóna um gáfnafar og
manndómsblæ. Svo var um Árna
Árnason.
Jóhanna Lárusdóttir, systir Gísla
gullsmiðs í Stakkagerði, — bónda
þar og útgerðarmanns, fræðimanns
og bindindisfrömuðar hér í bæ, —
og þeirra merku systkina, giftist
Árna Árnasyni frá Vilborgarstöðum
29. júní 1893.
Árni, faðir Árna símritara, var al-
inn upp á einu myndarlegasta og
mennilegasta heimili hér á Heimaey
á sínum tíma, heimili hinna hrepp-
stjórahjónanna hér í byggð, Árna
Einarssonar á Vilborgarstöðum og
konu hans Guðfinnu Jónsdóttur
prests Austmanns að Ofanleiti.
Allt hefur sínar orsakir. Einnig
það, að Árni á Vilborgarstöðum,
faðir Árna símritara, hlaut uppeldi
sitt hjá þessum mætu hjónum.