Blik - 01.05.1965, Side 97
B L I K
95
Afinn og amman
Árið 1874, 13. marz, fórst sex-
æringurinn Gaukur við Klettsnef.
Formaður á bátnum var einn af
bændunum á Vilborgarstöðum,
Sighvatur Sigurðsson, en þar var
margbýli, því að Vilborgarstaðajarð-
irnar voru 8 að tölu. Einn af háset-
unum á Gauk var Árni bóndi Árna-
son, einn af Vilborgarstaðabændun-
um, föðurafi Árna símritara. Kona
hans hét Vigdís Jónsdóttir. Ekkjan
Vigdís Jónsdóttir hafði misst mann
sinn frá 4 ungum börnum. Systurn-
ar voru þrjár: Jóhanna, Ingveldur
og Hilda. Ein dóttir Vigdísar ekkju
var ekki dóttir Árna bónda Árna-
sonar. Hún hafði átt hana áður en
hún giftist með Árna skálda Níels-
syni. Árni sonur hennar var á 4. ár-
inu (f. 14/7 1870) er faðirinn
drukknaði.
Hagur ekkjunnar var mjög bág-
borinn. Hún stóð í rauninni uppi á
miðjum vetri bjargarvana með 4
börn í ómegð. Hreppstjórahjónin
á Vilborgarstöðum fundu til með
sambýliskonu sinni og buðust til að
taka Árna litla í fóstur.
Á síðustu áratugum 19. aldarinn-
ar var framinn hér á landi mikill
áróður fyrir flutningi fólks til Vest-
urheims. Los komst á hugi margra
manna, sem hugðu á flutning til
Ameríku. Fátækt og vonleysi, ein-
okunarverzlun, úrræðaleysi og illt
árferði olli mestu um fólksflutning-
ana vestur. Margir yngri mennirnir
hugðu á staðfestu hér heima um
kvonfang en freista síðan gæfunnar
í Vesturheimi, búsetja sig þar og
skapa sér framtíð.
Árið 1877 komu mormónatrúboð-
ar til Vestmannaeyja. Á meðal þeirra
var Jón Eyvindsson mormónatrú-
boði, er síðar varð mormónabiskup
í Utah. Létu þá nokkrir skírast til
hinnar mormónsku trúar. Meðal
þeirra var ekkja Árna bónda Árna-
sonar á Vilborgarstöðum, Vigdís
Jónsdóttir, og dætur hennar allar.
Vigdís Jónsdóttir trúlofaðist Jóni
Eyvindssyni, mormónatrúboða, og
fór með honum til Ameríku með
dætur sínar. Þrátt fyrir skipanir,
bænir og fortölur, fékkst drengur-
inn Árni Árnason, sonur Vigdísar og
fóstursonur hreppstjórahjónanna, þá
7 ára, ekki með nokkru móti til að
fara vestur með móður sinni. Enda
vildu fósturforeldrar hans ekki
sleppa honum.
Faðirinn og móðirin
Árið 1879 komu enn mormónskir
trúboðar til Eyja. Með þeim komu
ströng fyrirmæli til Árna hrepp-
stjóra Einarssonar að senda drenginn
tafarlaust með þeim til Ameríku. —
Þar sem mormónska kirkjuvaldið
stóð bak við fyrirmæli þessi, þorði
Árni hreppstjóri ekki að þverskall-
ast við fyrirmælunum. Fór því Árni
litli með mormónunum burt úr
Eyjum, þrátt fyrir blíðar bænir hans,
Guðfinnu fóstru hans og fleiri mætra
manna.