Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 98
96
B L I K
Þegar mormónarnir komu til
Reykjavíkur héðan frá Eyjum, voru
þeir allir fluttir inn að Elliðaám, þar
sem þeir bjuggu í tjöldum og biðu
Ameríkuskipsins.
Líðan litla Arna var mjög slæm
hjá Ameríkuförunum, en tár og
söknuður hins 9 ára gamla drengs
hafði engin áhrif á hjartataugar
hinna heitttrúuðu.
Arni litli hugsaði ráð sitt gaum-
gæfilega. Hann svaf í tjaldi með
tveim mormónum, sem gæta skyldu
hans. Eina nótttna þóttist hann
sofa en hélt sér vakandi til þess að
kanna hversu fast þeir svæfu hinir
réttlátu gæzlumenn. Drengur upp-
götvaði, að þeir hrutu fast, þegar
nálgaðist lágnættið. Hann svaf
fyrir ofan annan gæzlumanninn í
tjaldinu. Tjaldhæll var við miðju
á flatsæng þeirra, en undir tjald-
skörina hugðist hann skríða, þegar
hann hefði undirbúið flóttann.
Næsta kvöld var blíðskapar-
veður, þegar þeir lögðust til hvíld-
ar í tjaldinu. Drengnum hafði tek-
izt að losa um tjaldhælinn, svo að
hann gæti lyft upp tjaldskörinni
og velt sér út undan henni, þegar
til kæmi. Fötin sín hafði hann fyrir
ofan sig í flatsænginni.
Undir lágnættið sváfu mormón-
arnir fast, eins og vænta mátti af
svo réttlátum mönnum og þá
fannst Arna litla stundin komin.
Hann lyfti upp tjaldskörinni, og
það tókst vel, því að hællinn stóð
laus í holu sinni. Svo velti hann
sér fáklæddur eins og hann var út
í næturloftið, dró síðan fötin til
sín undan tjaldskörinni, klæddi sig
í skyndi og tók síðan til fótanna
allt hvað af tók. Hroturnar drundu
í tjöldunum og þúfutittlingur tísti
í móanum, seinni en bræður hans
til að taka sér miðnæturblundinn,
eins og hann hefði haft hugboð um
flótta drengsins og fýsti að vita
hvernig tiltækist með fyrsta
sprettinn.
Arni litli hljóp sem fætur tog-
uðu yfir hollt og hæðir, móa og
mela áleiðis til bæjarins. Snemma
um morguninn settist hann að-
framkominn af þreytu og svefn-
leysi á tröppur á húsi einu í
Reykjavík og sofnaði.
Þegar á morguninn leið, fann
stúlka nokkur drenginn sofandi
þarna á tröppunum. Hún vakti
drenginn og leiddi hann inn í hús-
ið. Þetta reyndist vera íbúðarhús
biskupsins yfir Islandi, hr. Péturs
Péturssonar, og stúlkan, sem fann
drenginn á tröppunum, var Þóra
biskupsdóttir. Að hvatningu bisk-
ups sagði Eyjadrengurinn honum
hvernig á ferðum hans stóð. Þá
varð biskupi að orði:
„Guð hefur leitt þig til húss
míns, drengur minn, og ég mun
fúslega hjálpa þér með góðum
ráðum."
Þarna dvaldist svo Arni litli um
tíma, meðan biskup vann að mál-
um hans í samráði við landshöfð-
ingja. Ekki er vitað, hvað fram fór
þar að tjaldabaki, en þegar skipið
fór vestur með mormónana, varð