Blik - 01.05.1965, Side 100
98
B L I K
ingar um vini sína og hjálparhellur
í hinum óvenjulegu erfiðleikum.
Biblían er nú í geymslu Byggðar-
safns Vestmannaeyja.
Arin liðu.
Fóstursonur hreppstjórahjónanna
á Vilborgarstöðum var nú orðinn
tvítugur piltur og trúlofaður einni
heimasætunni á Búastöðum, Jó-
hönnu Lárusdóttur.
Eftir langa umhugsun og bolla-
leggingar um framtíðina afréðu þau
hin heitbundnu að flytja til Amer-
íku og búsetja sig þar, eins og svo
margir Vestmannaeyingar höfðu
gert á undanförnum árum. Mörgum
þeirra hafði farnazt vel, eftir því
sem þeir tjáðu vinum og frændfólki
í bréfum.
Árið 1891 hleypti Árni Árnason,
unnusti hreppstjóradótturinnar á
Búastöðum, heimdraganum og fór
alfarinn til Vesturheims. Ráð var
fyrir gert, að Jóhanna unnusta hans
kæmi árið eftir.
Þegar Árni fór vestur, hafði unn-
usta hans alið honum dóttur, sem
aðeins var nokkurra mánaða gömul,
þegar faðirinn yfirgaf þær mæðgur.
Áður hafði barnið hlotið skírn og
✓
var skírt Astrós.
Vigdís Jónsdóttir, móðir Árna á
Vilborgarstöðum, hafði eignazt son
með seinni manni sínum, Jóni Ey-
vindssyni, mormónatrúboða. Sá
hlaut nafnið Eyvindur eftir föður-
afa sínum. Hann fór vestur með
mormónahópnum. Árið 1892 fór
svo Jóhanna Lárusdóttir vesmr yfir
haf til unnusta síns, Árna Árnason-
ar, og hafði auðvitað litlu Ástrós
með sér. Þau Árni og Jóhanna gift-
ust síðan vestra 29- júní 1893, eins
og áður segir. Litlu stúlkuna sína
misstu þau árið eftir. Hún lézt í
Spanish Fork rúmlega þriggja ára
gömul 1894.
Ungu hjónin dvöldust lengst af
í Utah í námunda við móður Árna,
Vigdísi Jónsdóttur, og sysmrnar.
Smám saman tóku mormónarnir
að sverfa fast að ungu hjónunum að
taka mormónatrú, láta skírast. Það
vildu þau með engu móti, Árni og
Jóhanna.
Árið 1895, 9. febrúar, hlekktist
sexæringnum Hannibal á í hafnar-
mynninu (Leiðinni). Tveir menn
drukknuðu af bátnum. Annar þeirra
var Lárus Jónsson, hreppstjóri á
Búastöðum, faðir Jóhönnu.
Þegar ungu hjónin, Árni og Jó-
hanna, fréttu um slys þetta, greip þau
brennandi heimþrá. Áhyggjur af
móðurinni og tengdamóður, Kristínu
Gísladóttur, hugsunin um hana,
sorg hennar og áfall, leitaði mjög
á ungu hjónin vestra. Ásókn mor-
mónanna annars vegar og áhyggjur
af heimilinu heima hins vegar varð
þess valdandi, að þau afréðu að
hverfa aftur heim til Eyja.
Þau Árni og Jóhanna fluttu heim
árið 1898 og settust þá að á Búa-
stöðum hjá Kristínu og börnum
hennar. Þar bjuggu þau síðan þrjú
ár.
Árið 1901 byggðu hjónin sér
lítið íbúðarhús í nánd við Stakka-
gerði, þar sem Gísli bróðir Jóhönnu