Blik - 01.05.1965, Page 101
B L I K
99
Arni Arnason, símritari.
bjó. Það hús stendur enn, Grund við
Kirkjuveg (nr. 31).
Þegar hjónin fluttu frá Búastöð-
um í nýja húsið sitt, var Arni sonur
þeirra missirisgamall. Síðan ólst
hann þarna upp hjá foreldrum sín-
um. Árni faðir hans stundaði sjó
lengstan tíma ársins, en nokkurn
hluta sumarsins bjargveiðar og var
um árabil einn hinn slyngasti og
kunnasti bjargveiðimaður Vest-
mannaeyja. Árni á Grund. Hann lézt
18. jan. 1924. Árni yngri á Grund,
sonurinn, sem oftast mun hafa verið
nefndur með gælunafninu Addi á
Grund, til aðgreiningar frá föður
sínum, tók snemma þátt í lífsbaráttu
foreldra sinna, eins og allur þorri
barna og unglinga hér á uppvaxtar-
árunum. Börnin voru notuð til
þess að færa mat á vinnustað, reyta
kálgarða, breiða fisk og taka sam-
an á stakkstæðum, reyta fugl á
bjargveiðitímunum og létta undir
við beitningu línubjóðsins, sérstak-
lega að vorinu og á sumrin.
Þessi orð um uppruna Árna Árna-
son, símritara, sanna okkur, hversu
ramar taugar eða ættarrætur hnýttu
hann Vestmannaeyjabyggð, fólkinu
þar, félagslífi, atvinnulífi og sögu.
Þessi traustu tengsl fann hann mæta
vel í sálarlífi sínu og veitti sú til-
finning honum mikla ánægju. Árni
Árnason, símritari, ól þannig með
sér heilbrigðar tilfinningar fyrir
framförum í Eyjum, metnaði fólks-
ins og sóma.
Þannig fann hann til og hugsaði
t. d. sem ötull og fórnfús starfs-
maður í byggðarsafnsnefnd Vest-
mannaeyja.
Á veturna gekk Árni í barna-
skólann frá 10—14 ára aldri og
stóð sig þar mjög vel, því að hann
hafði farsælar og góðar námsgáfur.
Hann lauk fullnaðarprófi barna-
fræðslunnar hjá Birni H. Jónssyni,
skólastjóra, í febrúarlokin 1915
með aðaleinkunn 7.19, en hæst var
þá gefið 8. Einkunnina 8 hlaut hann
í 5 námsgreinum af 8, er börn þá
tóku fullnaðarpróf í.
Arið 1920, er Arni símritari var
19 ára, réðist hann starfsmaður hjá
landssímanum í Eyjum. Næstu tvö
árin stundaði hann nám í símritun,
ef til vill mest hjá A. H. Petersen,
símstöðvarstjóra hér, og varð síðan
fastur starfsmaður ritsímans hér í
bæ 1921. Þar hafði hann valið sér
lífsstarf og búið sig undir það. Sím-