Blik - 01.05.1965, Page 106
Í04
B L I K
við að skrifa sögu fuglaveiða í Eyj-
um, þegar hann lézt.
Þá var Á. A. ritari í Vestmanna-
eyingafélaginu Heimakletti og vann
þar að merku menningarstarfi um
sinn, meðan það félag lét á sér kræla
í þessum bæ.
Arið 1926, 17. sept., kvæntist
Arni Arnason Katrínu Arnadóttur
Filippussonar í Asgarði, og lifir
hún mann sinn.
Þau eignuðust eina dóttur barna,
Hildu, sem búsett er á Akureyri, gift
Herði Svanbergssyni, yfirprentara í
Prentverki Odds Björnssonar, hinnar
kunnu prentsmiðju í höfuðstað
Norðurlands. Þessi mætu hjón ólu
upp tvö börn: Þórarinn Guðmunds-
son, frænda Katrínar, og dóttur-
dóttur sína, Katrínu Gunnarsdóttur.
Árið 1956 kenndi Árni Árnason
þess sjúkdóms, sem að lokum dró
hann til bana. I jan. 1957 gekk
hann undir ítarlega læknisrannsókn
og naut ráða sérfræðinga. Lítinn
árangur báru þær læknisaðgerðir.
Tók þá Árni að örvænta um fram-
tíðina. Eitt af því sem þrengdi að í
heilsuleysinu var hugsunin um það,
hversu litlu hann til þessa hafði
fengið áorkað að skrá eitthvað af
þeim mikla fróðleik um Eyjar og
fólk þar, er hann átti í minni sínu
og lausum heimildum. Honum fund-
ust veikindi hans, ekki eldri en hann
var, leiða til skipbrots í vissum
skilningi í lífi hans. Hann orti:
Það er breyting orðin á
ævigöngu minni;
útskúfaður flestu frá,
fjærst í þyrpingunni.
Hann, sem einskis æskti fremur
en að halda hvarvetna velli, standa
hvarvetna á sporði öðrum í dag-
legum skyldustörfum og hafa þar
að auki eitthvað til brunns að bera
öðrum til fræðslu og menningar,
varð nú þess meðvitandi, að hann
fékk ekki uppfylltar óskir sínar í
þessum efnum sökum heilsubrests,
var dæmdur úr leik, útskúfaður, ýtt
til hliðar og staðsettur fjærst í fylk-
ingunni, fannst honum.
En allt þetta lagaðist um skeið.
Heilsan styrktist um stund, og vinir
Árna beittu sér fyrir því, að hann
fékk mörgu áorkað og komið í verk
um skrásetningu eins og annars, er
hann hafði hug á að skrifa. Þessar
gjörðir styrktu sálarlífið og efldu
líkamsstyrkinn. Síðustu árin, sem
Árni lifði, kom hann alveg ótrú-
lega miklu í verk um skrásetningu
margs konar fróðleiks, er hann bjó
yfir. Það er skylda okkar vina Árna,
sem hvöttu hann mest og bezt til
þessara dáða, að vinna að því af
fremsta megni, að sem mest af því
komizt á prent meðan okkur endist
aldur. Það starf mun honum hug-
þekkast.
B J ARNARE Y J ARLJ ÓÐ
(Lag: Hreðavatnsvalsinn).
Hátignarfrjóland fríða,
friðsæla vanadís,
með skrúðgræna brekku blíða,
blómanna Paradís.