Blik - 01.05.1965, Page 111
B L I K
109
ÞórlaugargerSi ásamt nábýlismanni
sínum, Magnúsi Bjarnasyni. Ompu-
hjallur og Helgahjallur voru, þar
sem nú er Mandalur og Klöpp. Þau
urðu Lopti samferða eins og áður
segir til Utah 1857.
Fjölskylda Magnúsar voru þau
hjónin og Kristín litla dóttir þeirra
og einnig er Kristín Magnúsdóttir
vinnukona hjá þeim.
Magnús tók land víst nálægt
Spanish Fork og stundaði búskap,
að vísu í smáum stíl, en hann var
beykir að iðn. Magnús var talinn
greindur maður og bókhneigður,
ráðvendnis- og heiðursmaður.
Magnús skrifaði ævisögu sína, en
lítið virðist hafa verið á henni að
græða, varðandi heimildir fyrir sögu
Islendinga í Utah.
Magnús Bjarnason kom með
Lopti í trúboðsför til Islands árið
1873 og fór aftur næsta ár. Hann
lét skrifa sig, þetta ár sem hann
dvaldi á Islandi, til heimilis á Lönd-
um í Vestmannaeyjum hjá Sveini
Þórðarsyni beyki. Sveinn var sonur
Þórðar prófasts að Felli í Mýrdal og
móðurbróðir Magnúsar Stephensen
landshöfðingja. Sveinn á Löndum
fór til Utah árið 1878.
Magnús Bjarnason mun hafa dáið
1904, níræður að aldri. Þuríður kona
hans lézt 1891.
Þessir fáu Islendingar, er komnir
voru til Utah fyrir 1860, voru 17
fullorðnir, að meðtöldum hjónunum
frá Kastala, Benedikt og Ragnhildi,
sjá um þau áður, og 1 eða 2 börn,
eftir því hvort María dóttir síðast-
taldra hjóna er fædd áður en þau
koma. Benedikt dó skömmu síðar.
Um og yfir 15 ár bjó þessi hópur Is-
lendinga í Spanish Fork áður en
vesturfarir Islendinga til Norður-
Ameríku hefjast.
íslenzku landnemarnir í Utah
áttu mjög andstætt fyrstu árin, eng-
inn skildi mál þeirra, helzta hjálpin
var, að sumir þeirra, þar á meðal
Guðmundur Guðmundsson, skildi
dönsku, en danskir mormónar voru
allfjölmennir í Utah. Ibúðarhús
fyrstu landnemanna höfðu verið
mjög léleg. Sagt er, að það hafi ver-
ið jarðhýsi (á þarlendu máli: du-
gouts). Svipaðar vistarverur eiga og
að hafa þekkzt hjá fyrstu frumbýl-
ingunum íslenzku í Minnesotaríki.
íslenzku landnemarnir höfðu og
þótt koma einkennilega fyrir vegna
sérkennilegs hátternis og venja, er
þeir tíðkuðu, en mest mun hér um
hafa valdið hið mikla hnakkaskorna
hár, er karlmenn báru, og vaðmáls-
fatnaðurinn, og þó sérílagi klæðnað-
ur kvenfólksins, er skar sig mjög
úr. Margt kvenfólk klæddist þjóð-
búningnum.
Svo sagði gömul kona í Vest-
mannaeyjum, að konur, er vestur
fóru og hún þekkti, hafi haft fatnað
sinn íslenzkan og hér heima unninn
utast sem innst, með sér, en venja
hefði verið að koma sér upp að
minnsta kosti einum sirskjól til vest-
urfararinnar. Oldruð heiðurskona
frá Vestmannaeyjum, er vestur fór
til Utah, kom heim aftur alfari
eftir allmörg ár vestra og var þá í