Blik - 01.05.1965, Qupperneq 112
110
B L I K
sömu íslenzku sparifötunum úr
svellþykku vaðmáli, er hún fór í
vestur, og nú með svartan stráhatt á
höfði.
En íslenzku landnemarnir í Utah
voru af góðum ættarstofni og vel af
Guði gerðir, hagleiksmenn miklir
og smiðir á tré og járn, margir
forkar duglegir og hinir afkasta-
mestu til allrar vinnu. Hagsýnir
hyggindamenn, sparneytnir og
reglusamir. Og í því að rækta jörð-
ina og gera sér hana undirgefna,
stóðu þeir annarra þjóða mönn-
um á sporði. Meðal þeirra finnast
brátt dugmiklir verzlunarrekendur,
húsagerðarmenn (Arkitektar), jafn-
vel tónlistarmenn, og úr þeirra hópi
komu margir kennarar, jafnvel við
æðri skóla.
Utah-íslendingarnir héldu lengi
vel við ýmsum þjóðháttum sínum
og tungu og kenndu hana börnum
sínum og innrættu þeim að leggja
rækt við sögu og menningararf ætt-
landsins. Nú, eftir rúm hundrað ár,
er tungan gleymd hjá yngstu kyn-
slóðinni og hin menningarlegu
tengsl lifa aðeins í minningunni.
Kringum 1895 var stofnað ís-
lenzkt lestrarfélag í Utah og stóðu
helzt að því Magnús Bjarnason og
tveir aðrir Eyjamenn, Bjarni Jónsson
málari og Björn Runólfsson járn-
smiður, auk þeirra Einars H. John-
son frá Hermundarfelli, er verið
mun hafa aðalhvatamaðurinn, og
Hjálmar B. Hjálmarssonar. Bóka-
kostur var að vísu ekki mikill. Um
1911 átti félagið á annað hundrað
bækur. En árið 1930 voru í safninu
á fjórða hundrað bækur, sem síðar
segir (1941): „fái nú flestar að hvíla
sig".
Með iðni og þrautseigju voru Is-
lendingarnir ekki lengi að vinna sig
upp úr örbirgð fyrstu frumbýlings-
áranna og komu sér fljótlega upp
betri húsakynnum, og hvað klæðn-
aðinn snerti, var hann ekki lengi
að snúast upp í hreina Ameríku-
tízku. Þótt við margs konar erfið-
leika væri að etja fyrstu árin í Utah,
með því að heita mátti að allir
kæmu að heiman allslausir, með sár-
fáum undantekningum til að setjast
að meðal erlendra þjóða, er þó haft
fyrir satt ,að enginn hafi liðið bein-
línis hungut né harðrétti, en ýmsir
kvörtuðu samt í bréfum til kunn-
ingja sinna í Vestmannaeyjum, og
óskuðu eftir að vera komnir heim
aftur. En allur leiði og kvíði hvarf
fljótar en varði, er menn komust að
raun um, hvað landgæðin voru
mikil. Það mátti segja um Utah, að
þar drypi smjör af hverju strái, eink-
um þar sem vatnsveitur voru, en
mjög mikið var um þær, því að við
vildi brenna annars, að of miklir
þurrkar eyðilegðu gróður í þessu
fagra og veðursæla landi, sem var
eins og einn aldingarður, þar sem
vatnsveitna naut við.
Mormónar rækja trú sína í sam-
félagi við trúbræður sína, svo að í
Utah urðu íslendingar og aðrir út-
lendingar ekki lengi að tengjast landi