Blik - 01.05.1965, Page 117
Árni Árnason:
- Goodtemplarahúsið -
Nánar um gamla Gúttó. Það var
byggt á svonefndum Mylnuhól, sem
tilheyrði lóð Stakkagerðis, 1890—
91. Sveinn- Jónsson snikkari á
Sveinsstöðum, faðir Ársæls Sveins-
sonar og þeirra systkina, var yfir-
smiður. Hann tók að sér alla vinnu,
er að hússmíðinni laut (utan grjót-
og járnvinnu), glugga, hurðir með
lömum og læsingum og að festa
járnum í húsið. Líklega mun átt við
það m. a. að á hverju horni hússins
var komið fyrir keðjum og þær
grafnar í jörð niður. Mun það hafa
verið gert til öryggis því, að húsið
fyki ekk.i af grunninum. Keðjur
þessar voru lengi, og líklega til þess
tíma að Gúttó var rifið, auðsjáan-
legar á SA og SV horni hússins. Man
ég glögglega eftir þeim. Eflaust
hefur svo verið á fleiri húsum.
Gúttó var fyrst 12 álna langt, 9
álnir á breidd að utanmáli og A-AV2
alin undir bita að hæð. Það var með
risi og sneri frá austri til vesturs,
járnklætt með galvanieruðu járni.
Þrír gluggar voru á hvorri hlið með
8 rúðum og ein rúða á hjörum á
hverjum glugga. Dyr voru á vestur-
gafli hússins með glugga sinn hvor-
um megin þeirra og einn gluggi
uppi yfir dyrum. Hafði sá síðast-
nefndi 3 rúður en hinir tveir tvær
rúður. Tveir hlerar voru á hjörum
fyrir hverjum glugga og huldu þá.
Var það gert til öryggis rúðubroti
og til hlýindaauka.
Þeir Árni Filippusson, Vegamót-
um, og Eiríkur Hjálmarsson s. st.,
Engilbert Engilbertsson, Jómsborg,
og Sigurður Sigurfinnnsson tóku að
sér að annast grjótflutninga og
grjótvinnuna við húsið og svo viðar-
flutninga og járnsmíði, er bygging-
unni var samfara. I ágústmán. 1891
var húsið stækkað og það þá lengt
um 4 álnir í austur í sömu gólf- og
þakhæð. Þá tók trésmíðina að sér
Sigurður Sigurfinnsson ásamt glugg-
um. Var þá bætt við einum glugga
á hvorri hlið, suður og norðurhlið,
af sömu gerð og stærð og þeir, er
fyrir voru. Þeir Árni Filippusson,
Engilbert Engilbertsson, Sveinn