Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 118
116
B L I K
Jónsson og Gísli Lárusson tóku hins
vegar að sér grjót- og járnvinnu, er
að byggingunni laut. Var húsið eftir
þessa breytingu með fjórum glugg-
um á hvorri hlið og aðeins einn
salur. Nokkru eftir aldamótin var
svo húsinu enn breytt. Byggður var
annar salur norðan við hinn og
samfastur honum. Það var veitinga-
salurinn. Þar var síðar komið fyrir
litlu eldhúsi og geymsluherbergi,
(milliherberginu, er áður getur).
Þessi nýja viðbótarbygging var
einnig með risi eins og gamla húsið
og sneru gaflar mót austri og vestri.
Þá var byggð forstofa vestan við
húsið. Hún var með flötu þaki en
þar yfir risu stafnar beggja salanna
mót vestri. Upp að innganginum í
forstofuna voru steintröppur og
steinpallur framan dyra, en þær
voru mót vestri, tveggja hurða dyr.
Sunnan þeirra var einn 8 rúðna
gluggi. Forstofan var jafnbreið báð-
um sölum hússins og jafnjaðra við
útveggi að sunnan og norðan. Norð-
an af forstofunni var afþiljað lítið
herbergi. Það hafði einn 8 rúðna
glugga mót norðri, eins að lögun og
stærð og þeir, er voru á veitinga-
salnum. Inngangur í þetta litla her-
bergi var úr forstofunni til norðurs.
Það hafði einar dyr með lúgu í
hurðinni. Þar var aðgöngumiðasal-
an. Rétt við þessar dyr voru aðrar
til austurs úr forstofunni. Þær voru
inn í veitingasalinn. Sunnanverðu í
forstofunni var og afþiljað eitt her-
bergi, nokkru stærra en hitt. Þar
var geymt ýmislegt tilheyrandi hús-
inu t. d. borð og bekkir. Síðar voru
þar sýningarvélarnar, er bíórekstur-
inn hófst í húsinu 1915. Dyr voru
á þessu herbergi til austurs inn í
stóra salinn, og aðrar fram í forstof-
una. Einn 8 rúðna gluggi var á her-
berginu mót suðri. Þegar forstofan
var fullgerð, voru sjö gluggar mót
norðri allir 8 rúðna. Eftir að við-
byggingin hafði verið byggð austan
við húsið, þ. e. leiksviðið, voru á
viðbyggingu þeirri tveir 8 rúðna
gluggar mót suðri, er voru á leik-
sviðinu sjálfu. Það hafði stafn mót
austri á suður helmingnum, en
stafn mót norðri á nyrðri helmingn-
um og hallandi þak mót austri. Ekki
náði norðurstafninn jafnlangt norð-
urvegg veitingasalarins heldur
myndaðist þar innskot 3-—4 álna
breitt. Þar á móti voru austari dyr
inn í fyrrnefnt milliherbergi. Það
voru hinar eiginlegu bakdyr hússins
og notaðar af leikfólkinu og þeim,
sem við veitingar og eldhúsið störf-
uðu. Þar voru trétröppur með tré-
palli framan dyra. A þessum norður-
stafni var einn gluggi 8 rúðna og
var hann á búningsherbergi leikara.
Að þeim glugga meðtöldum voru 8
gluggar á norðurhlið hússins eða
jafnmargir og á suðurhlið. Það er
sagt, að gamli Kumbaldi hafi verið
einkennilegasti kumbaldi og jafnvel
ekki átt sinn líka á landinu. En að
byggingalagi var Gúttó lítið betra
— sannkallaður kumbaldi og furðu-
leg bygging. I viðbyggingunni aust-
ast var sem sagt leiksviðið og bún-
ingsherbergið. Var leiksviðið um