Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 120
118
B L I K
verður húsið ekki þiljað innan á
þessum vetri." — Góðtemplarahúsið
í Rvík var vígt 2. okt. 1887, þá voru
360 meðlimir þar í reglunni. Um
ljós í húsinu hér getur ekkert, en ef-
laust hefur það þá verið lýst með
olíulömpum sem áður getur.
Árið 1906 hefur ekkert eldstæði
verið í húsinu. Þá hefur einhvern-
tíma verið kalt þar við leikæfingar
og sýningar. Árið 1915 breyttist
þetta stórkostlega til batnaðar, er
bærinn var raflýstur. Gúttó var þá
haft á sérlínu ásamt Símstöðinni,
svo að sem sjaldnast kæmi til, að
húsið yrði ljóslaust vegna línubil-
ana á aðallínum, sem oft kom fyrir,
þar eð allar línur voru ofanjarðar á
staurum. Sérlína þessi var stutt og
bilaði sjaldan, enda traustlega
byggð. En eins og krosstré brotna,
brotna aðrir raftar og þannig fór
um aukalínuna. Hún vildi alloft bila
í ofviðrum og varð þá allt í glóru-
lausu myrkri, þar til viðgerð tókst
í ofsaveðri. Það voru stundum erf-
iðir tímar hjá starfsmönnum raf-
stöðvarinnar undir slíkum kringum-
stæðum. Þegar allt slitnaði niður
meir og minna, og allir heimtuðu
ljós. Reyndu þeir að verða við ósk-
um manna, þótt hins vegar væri
það vart á mannlegu færi að fara
upp í staura í ofsaroki, svarta byl og
kolsvarta myrkri. I sannleika sagt
mjög erfiðir tímar fyrir starfsmenn
rafstöðvarinnar en fæstir þökkuðu
þeim sem vert var.
Það fylgdi lengstum Gúttó, að
reimleikar væru allmiklir í húsinu.
Fólki fannst þetta ekkert óeðlilegt,
að minnsta kosti héldu og sumir því
mjög fram allt til síðustu ára húss-
ins. Þar væri stundum allt á tjá og
tundri vegna reimleikanna. Enginn
virtist þó vita, hvað væri þar á seyði
eða hvernig reimleikarnir lýstu sér.
Eg legg engan dóm á ummæli al-
mennings en vil gjarna geta hér í
sambandi við Gúttó einkennilegs at-
viks, er þar kom einu sinni fyrir. Ef
til vill hefur einhver gaman af að
lesa um það. Það gæti líka gert sitt
til þess, að menn fengju aðrar hug-
myndir um einhver afbrigði reim-
leikanna. Eg fyrir mitt leyti er
sannfærður um, að það eru ekki
allt draugar sem gaula, eða selir sem
sýnast. Hins vegar hefur ávallt verið
sagt reimt í Gúttó og á Símstöðinni?
Þær byggingar voru reistar í nám-
unda við svonefnda Hólshjalla, en
þar átti að vera mjög reimt. Svo
sagði Anna Thomsen, tengdamóðir
Daníels Kr. Oddssonar, er var sím-
stjóri í Eyjum 1921 — 1922, að
hún færi alls ekki ein niður í kjall-
ara á gamla símstöðvarhúsinu á
kvöldin. Sagðist hún ekki vilja hafa
helv. drauginn riðlandi á sér oftar
en einu sinni. Það heit hélt hún líka.
Aldrei fór hún ein niður í kjallara
eftir að skyggja tók. í Gúttó hafa og
margir frómir menn orðið ýmislegs
varir, en ekki orðað það út um
hvippinn og hvappinn. Jafnvel eftir
að Samkomuhúsið var byggt, hafa
menn þótzt verða einhvers varir, er
þeir ekki skildu.