Blik - 01.05.1965, Page 121
För til Noregs iyrir 44 árum
Að þessu sinni minnumst við þess
á öðrum stað í ritinu, að einn nafn-
kunnasti og merkasti skóli sinnar
tegundar á Norðurlöndum, lýðhá-
skólinn í Voss í Noregi, er 70 vetra
á þessu ári. Þennan skóla sóttu um
60 Islendingar fyrstu 30 ár aldar-
innar. Sumir hinna íslenzku nem-
enda skólans hafa verið þjóðkunnir
menn um árabil og áhrifaríkir ein-
staklingar á ýmsum sviðum í ís-
lenzku þjóðlífi. Þess vegna teljum
við rétt að minnast skólans nú. —
I tilefni þeirra minningarorða lang-
ar mig að biðja Blik mitt að geyma
fyrir mig frásögn um fyrstu ferð
mína til Noregs, er leiddi til þess
að ég hafnaði í skóla þessum. Ef til
vill hefði Blik aldrei orðið til, ef
örlögin hefðu ekki skákað mér inn
fyrir veggi þessarar skólastofnunar
fyrir tæpum 44 árum.
Ymislegt hrærir muna og minni
og ég læt „gamminn geysa" í frá-
sögn minni, sem m. a. er birt hér til
að svala forvitni sumra vina minna,
sem vita að ég er kominn á efri ár,
— líka í ýmsum annarlegum skiln-
ingi — og trúa því, að ég eigi eitt-
hvað í pokahorninu, sem ef til vill
þykir frásagnarvert.
Það var vorið 1921. Ég hafði lok-
búfræðiprófi fyrir tveim árum.
Síðan stundað fjárræktarnám norð-
ur í Bárðardal veturinn 1919—
1920. Þann vetur brann íbúðar-
húsið heima til kaldra kola. Ég fór
því heim um vorið 1920 til þess að
stunda sjó með fóstra mínum, Vig-
fúsi Sigurðssyni frá Kúfhól í Land-
eyjum, — bróður Sigurðar Sigurðs-
sonar í Frydendal hér í Eyjum, —
og byggja nýtt íbúðarhús með hon-
um um haustið og veturinn eftir.
Það er húseignin Hóll í Norðfirði.
Vorið 1921 var byggingarfram-
kvæmdum langt komið og fóstur-
foreldrar mínir fluttir í húsið.
Þá afréð ég að fara til Noregs til
þess að sjá mig svolítið um í ver-
öldinni og kynnast norskum land-
búnaði. Vinur minn frá Hvanneyr-
arárunum, Magnús Símonarson frá
Brjánslæk á Barðaströnd, nú bóndi
að Fellsöxl í Skilamannahreppi,
vann þetta vor hjá bónda á Jaðri
í Noregi. Þar gat ég líka orðið
sumarmaður.
E/s Gullfoss hafði áætlun um
þessar mundir frá Seyðisfirði til
Kaupmannahafnar. Nú var hann
einhvers staðar á höfnum Norður-
landsins, en hvar og hvenær vænt-
anlegur, það vissi enginn, sem ég
spurði. Eina ráðið var að fara norður
til Seyðisfjarðar og bíða þar skips-
ins. Skipsferð þangað var engin. Ég