Blik - 01.05.1965, Side 129
B L I K
127
arskeið. Þannig slapp danska þjóðin
við Þjórsárdalsævintýri, Þórsmerkur-
ævintýri, Hreðavatnsævintýri. Þessir
skólar vanræktu ekki þátt uppeldis-
ins í starfi sínu, — síður en svo.
Tveir norskir guðfræðingar, An-
ker og Arvesen, leggja leið sína til
Danmerkur til þess að hlusta á fyrir-
lestra hins fræga danska uppeldis-
frumkvöðuls, séra N. F. S. Grundt-
vigs. Þeir urðu gagnteknir af upp-
eldis- og skólahugsjón hans.
Þessir ungu, norsku guðfræðing-
ar stofnuðu síðan fyrsta lýðháskól-
ann í Noregi. Anker hafði hlotið
mikinn arf og óskaði að nota hann
allan lýðháskólanum þeirra að
Sögutúni (Sagatun við Hamar) til
eflingar og gengis. Eftir 14 ára
rkólarekstur var allt „feðragullið"
hans, eins og hann kallaði arfinn
sinn, gengið til þurrðar, — tapað.
Og hann var þá sjálfur niðurbrotinn
maður sökum „modstanden og for-
fylgjinga", þ. e. sökum andstöðu og
ofsókna. Þessi hin viðkvæma og
háttprúða sál, skólamaðurinn og
guðfræðingurinn Anker, þoldi ekki
meira, afbar ekki meira af níðinu,
tpottinu og öðrum ókindarhætti,
tem hann og skólastarf hans varð
fyrir af embættismönnum og ýms-
um valdamönnum öðrum nær og
fjær.
Sumarið 1867 þrammaði þriðji
norski guðfræðingurinn norður
Guðbrandsdalinn, berfættur, með
12 skildinga stráhatt á höfðinu. —
Hann var að skyggnast um með
bændum þar í dalnum og vita hvort
þeir hefðu ekki afgangs eigin þörf-
um sæmilega stóra stofu handa
honum, þar sem hann gæti stofnað
og starfrækt lýðháskóla að danskri
fyrirmynd næsta veturinn. Þessi
ferðalangur var hinn nafnkunni
Christopher Bruun. Hann settist að
í Sell í Guðbrandsdal og starfrækti
þar lýðháskóla sinn veturinn 1867
—1868. Fáum árum síðar flutti
Bruun skólann sinn í Gausdalinn
og kallaði hann Vonheim (Heimili
vonarinnar).
Christopher Bruun var enginn
Ankers-sál. Hann var harður í horn
að taka og lét hvorki last né níð,
spott né spé smækka sig eða draga
úr sér kjarkinn eða baráttuviljann.
Hafirðu, lesari minn, lesið Brand
eftir Ibsen, þá hefurðu þar lýsingu
á skapgerð Christophers. Æruna eða
lífið! Ollu skyldi fórna til gæfu og
gengis norskum æskulýð og norskri
menningu. Christopher Bruun barð-
ist því ótrauðri baráttu fyrir skóla-
hugsjón sinni gegn illkvittni og rógi
við fátækt og umkomuleysi. Vilji
þessa manns var ódrepandi. Þar sá
Ibsen fyrirmyndina. Æskulýðurinn
norski fann líka, hvað að honum
sneri í Vonheims-skólanum. Hann
sótti hann, dróst að honum og bar
með sér lofstír hans út um byggðir
landsins.
Margir norskir skólamenn urðu
heillaðir af lýðháskólahugsjóninni,
og skólar risu og skólar féllu. And-
staða kennimanna kirkjunnar, póli-
tískra eiginhagsmunamanna, þröng-
sýnna efnishyggju- og embættis-