Blik - 01.05.1965, Page 130
128
B L I K
manna og margs konar manngerða
í þjónustu þeirra varð skólunum
víða að falli. En aðrir risu og fólkið
lærði smám saman að meta þá, skilja
ágæti þeirra til þroska, dugs og dáða
æskulýðnum. Svo var á Þelamörk,
í Þrændalögum og um Hörðaland.
Arið 1887 kom Björnstjerne
Björnson, hið heimsfræga norska
skáld og ræðuskörungur, til Voss og
flutti þar ræðu.
Ungmennafélagar með öðru fólki
í byggðinni flykktust að ræðustól
þessa mælskumanns og skáldjöfurs.
Þessi för skáldsins til Voss-hérað-
anna að þessu sinni enti með því, að
hann kveikti lýðháskólahugsjónina í
hjörtum ungmennafélagsforingj-
anna. Sá kyndill logaði og safnaði æ
fleirum ágætum mönnum að loga
sínum.
Um þessar mundir var rúmlega
tvítugur kennari við vísi að lýðhá-
skóla, sem hafði inni í gömlu Hauga-
stofunni á Halsneyjarklaustri á Suð-
ur-Hörðalandi. Þessi piltur hét Lars
Eskeland, fæddur á Storð 6. marz
1867, af gamalli bændaætt. Hann
hafði víðar verið kennari og getið
sér orðstír fyrir frábæra kennara-
hæfileika.
Árið 1889 ferðaðist Lars Eskeland
til danska lýðháskólans í Askov og
kynnti sér þar af eigin reynd áhrif
og uppeldishætti þessa nafnkunna
lýðháskóla, reglur hans og skipulag.
Árin 1892—1895 var Lars Eske-
land kennari við kennaraskólann í
Elverum. Sérstaklega þar fór mikið
orð af skólastarfi hans.
Á meðan þessu fór fram, þróaðist
æ meir lýðháskólahugsjónin með
æskulýðssamtökunum í Voss, — for-
ingjum þeirra og vissum liðsmönn-
um.
Veturinn 1893 höfðu þeir upp-
götvað manninn, sem þeir vildu
kveðja til starfsins. Lars Eskeland
frá Storð skyldi hefja merkið,
verða skólastjóri lýðháskólans,
brautryðjandi og grjótpall. Hann
þakkaði traustið. Hugsjónin logaði
skært innra með honum. Hann af-
réð að láta til skarar skríða, — til
stáls sverfa og stofna skólann. Það
gerði hann með samþykki hinnar
ungu konu sinnar, sem vildi óskipt
deila blíðu og stríðu með manni
sínum, en þau voru bá nýgift.
Og skólinn hóf starf sitt 1. okt.
1895. Ungmennafélagið í kaup-
staðnum í Voss-byggðunum skaut
skjólshúsi yfir hann fyrsta árið. —
Hann fékk inni í Ungmennafélags-
húsinu. Áður en kom til skólastofn-
unarinnar, tóku áhrifamenn í hér-
aðinu afstöðu gegn skólanum. Séra
Warholm, prestur, skrifaði: „Sé það
eitthvað, sem fólkið í þessum byggð-
um þarf sízt með eða þráir minnst,
þá er það lýðháskóli". Séra Ivar
Hasselberg beitti sér gegn því í
sveitarstjórninni, að skólinn hlyti
styrk úr hreppssjóði. Tillaga hans
féll með með 8:8 atkvæðum. Á
amtráðsfundi beittu embættis- og
efnishyggjumenn sér gegn því, að
skólinn hlyti styrk úr amtsjóði. —
Samt var styrkveitingin samþykkt
með 23:15 atkvæðum. Málsvarar