Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 135
B L I K
133
um sínum í skólanum í tíð Lars Eske-
lands, ber saman um það, að fyrir-
lestrar hans og um leið maðurinn
sjálfur þá, sé þeim ljósast í minni.
Svo er mér einnig farið. Þar er mér
þó efni bókmenntasögunnar, per-
sónusaga sumra skáldanna norsku,
og meðferð skólastjórans á efninu,
gleggst í huga, svo og túlkun hans á
hinum meiriháttar persónum í
Heimskringlu og lýsing íslendings-
ins Snorra Sturlusonar á þeim.
Engin fræðsla orkaði á hugsun
okkar og skapgerð með jafn miklu
seiðmagni og töfrakrafti sem efni
margra fyrirlestranna með hitanum
°g orkunni í flutningi þeirra. Þar
fylgdi hugur svo máli, að nemendur
hrærðust, þegar ræðumaðurinn vikn-
aði. Slíkur kenndarflutningur frá
sál til sálar í skóla mun sjaldgæfur.
Þegar ég minnist þess arna, langar
mig að minna á það, að Norðmenn
sveltu sum sín beztu skáld á sama
tíma sem sum mestu skáldin okkar
sultu heilu hungri. Margt er líkt með
skyldum. Stundum notaði skólastjór-
inn fyrirlestrartímana til upplesturs
á völdu efni úr norskum bókmennt-
um. Þeir tímar og það efni orkaði
einnig á okkur.
I starfsreglum skólans mun það
hafa verið orðað svo, að fyrirlestrarn-
Jr skyldu veita æskulýðnum andlega
yakningu og siðgæðislegan styrk.
Þar mun heldur ekki hafa verið
skotið fjarri markinu. Þeir skyldu
miða að því að glæða ættjarðarást
og vekja og efla vinnudug og fram-
I___________________________________________
takshug með æskulýðnum. Svo nafn-
getinn varð Lars Eskeland af fyrir-
lestrum sínum í skólanum, að pró-
fessorar, rektorar, læknar og prestar
dvöldust við skólann á stundum
skemmri eða lengri tíma, til þess að
njóta fyrirlestranna og læra af þeim.
Annars voru námsgreinar skólans
þessar: norska (landsmál), saga,
reikningur, stærðfræði, náttúrufræði,
þjóðfélagsfræði, landafræði, leik-
fimi, teikning og söngfræði. Aðeins
stúlkurnar nutu kennslu í handa-
vinnu.
Lars Eskeland fór miklum viður-
kenningarorðum um Islendinginn
Snorra Sturluson og taldi hann hafa
bjargað frá glötun fornsögu Noregs.
Margar sögupersónur Heimskringlu
mat Eskeland mikils. Sérstaklega
bar hann sterkan hlýhug til Olafs
helga. Mundi ég mega fullyrða, að
hann hefði dýrkað hann innra með
sér frá fyrstu manndómsárum sín-
um? Skólastjórinn ól með sér heita
ættjarðar- og frelsisást. Hann leit á
Olaf helga hinn fyrsta píslarvott
norsks frelsis, norsks sjálfstæðis.
Jafnframt var öll sú kúgun og þjóð-
ernisleg og menningarlegt áþján og
undirokun, sem Norðmenn urðu að
þola og líða um aldir, sem fleinn í
sálarlífi hans. Hann dróst æ meir að
trú Olafs helga, katólsku trúnni.
Þegar hann byggði seinna skóla-
húsið á Seim (árið 1922), lét hann
fyrirlestrarsalinn í húsinu bera nafn
Olafs helga. Jafnframt var sett á
innri stafn salarins trélíkneski af