Blik - 01.05.1965, Page 140
138
B L I K
1906—1934; sat í mörgum nefnd-
um í Olafsfirði, svo sem skólanefnd,
skattanefnd og hreppsnefnd. Hann
lézt 1954.
1914—1915 Aðalheiður Alberts-
dóttir úr Eyjafirði, f. 8. nóv. 1888.
Stundaði víða barnakennslu á árun-
um 1912—1920; skólastjóri barna-
skólans í Hrísey 1920—1942.
1915 —1916 Sigríður Jónsdóttir
úr Jökuldal, húsfreyja á Egilsstöðum
á Héraði.
1916—1917 Rannveig Líndal,
Gróðrarstöðinni á Akureyri, f. 29-
jan. 1883- Barnakennari í Skaga-
fjarðarsveitum um margra ára skeið
og síðan kennari við kvennaskólann
á Blönduósi í 7 ár. Einnig var hún
um skeið kennari í Noregi og á
Grænlandi. Forstöðukona og kennari
við tóvinnuskóla Halldóru Bjarna-
dóttur á Svalbarðsströnd 1946—
1955.
1916—1917 Sigurður Gíslason,
Kolbeinsdal í Skagafirði, f. 6. júlí
1883. Barnakennari í Skagafirði um
árabil og kennari á Siglufirði 1938
—1944. Síðan skrifstofumaður á
Akureyri.
1916—1917 Björn Guðmundsson
frá Sleðbrjóstsseli á Fljótsdalshéraði.
Hann mun búa eða hafa búið mynd-
arbúi í Sleðbrjótsseli og verið for-
göngumaður félagssamtaka og fram-
faramála í sveit sinni.
1916—1917 Bjarni Ásgeirsson
frá Knararnesi í Mýrarsýslu, f. 1.
ágúst 1891. Bóndi í Knararnesi
1915 —1921 og á Reykjum í Mos-
fellssveit 1921 —1951. Bjarni var
alþingismaður Mýramanna 1927 —
1951; bankastjóri Búnaðarbankans
1930—1938; lét byggja fyrsta gróð-
urhúsið hér á landi 1923 og hófst
þar með sá atvinnuvegur að rækta
blóm og ávexti við jarðhita. Sendi-
herra íslands í Osló 1951 — 1956.
Dáinn 15/6 1956.
1916—1917 Pétur Einarsson,
Skógum í Fnjóskadal.
1918— 1919 Sveinn Sigurjónsson
frá Seyðisfirði.
1919— 1920 Ingunn Gísladóttir
frá Vindfelli í Vopnafirði.
1919—1920 Valgerður Björg
Björnsdóttir bónda á Grund í Svarf-
aðardal Sigfússonar, læknisfrú í
Reykjavík.
1919—1920 Sigurður Greipsson,
Haukadal í Biskupstungum, f. 22.
ágúst 1897. Stofnaði íþróttaskóla í
Haukadal 1927 og hefur rekið hann
síðan; einnig bóndi þar og gestgjafi;
starfað mikið í stjórn Sambands U.
M. F. I; formaður Héraðssambands-
ins Skarphéðins frá 1922 um tugi
ára; kunnur íþróttamaður, íþrótta-
frömuður og bindindisáhugamaður.
1919—1920 Þorsteinn Sigurðs-
son, Vatnsleysu í Biskupstungum, f.
2. des. 1893. Bóndi á Vatnsleysu síð-
an 1922. Búnaðarþingsfulltrúi um
margra ára skeið og nú formaður
Búnaðarfélags Islands. Formaður
búnaðarfélags í sveit sinni, skóla-
nefndar og sóknarnefndar. Áhrifa-
maður í Mjólkurbúi Flóamanna,
Kaupfélagi Árnessinga og Sláturfé-
lagi Suðurlands um árabil. Virkur
starfskraftur í ungmennafélagi sveit-