Blik - 01.05.1965, Síða 159
B L I K
157
byggingarmáli á skólanefndarfundi,
því að ár frá ári þrengdist í barna-
skólahúsinu Borg (Heimagata 3)
við síaukið aðstreymi fólks til kaup-
túnsins á þessum uppgangsárum
vélbátaútvegsins.
Svar skólanefndar til sýslumanns-
ins virðist fremur kuldalegt, hvort
sem þar hefur valdið skoðanamunur
í stjórnmálum eða annað gagnvart
sýslumanninum Karli J. Einarssyni,
sem jafnframt var alþingismaður
Eyjaskeggja.
Skólanefndin svaraði því til, að
hún sinnti ekki neinu erindi varð-
andi byggingu nýs skólahúss, fyrr en
fyrir lægi vissa fyrir nægilegu láni
til byggingarframkvæmdanna með
löngum og góðum lánskjörum.
Eftir að hafa fengið þetta svar
skólanefndar, sneri sýslumaður sér
til hreppsnefndarinnar og æskti
þess, að hún beitti sér fyrir málinu.
Hét hann henni aðstoð sinni.
Hreppsnefndaroddviti í Vestmanna-
eyjum var þá Sigurður Sigurfinns-
son, hreppstjóri. Hann og sýslumað-
ur munu í sameiningu hafa haft sam-
band og samráð við Rögnvald Olafs-
son, byggingarmeistara í Reykjavík,
og óskað eftir tillögum hans um
gerð skólahúss, sem rúmaði allt að
200 nemendur.
Með bréfi dagsettu 10. febrúar
1913 til oddvitans, S. S., sendi húsa-
meistarinn tvo tillöguuppdrætti að
skólahúsi. Eg óska að birta hér glefs-
ur úr þessu bréfi Rögnvalds bygg-
ingarmeistara, með því að þar eru
fyrst bornar fram tillögur um þá
barnaskólabyggingu, sem byggð var
í Eyjum til frambúðar, þó að síðar
yrði og með nokkru öðru sniði, þótt
mikið bæri þar ekki á milli. Hinn
samvizkusami mannkostamaður,
Rögnvaldur Olafsson, húsameistari,
hygginn og gætinn, lýsir sér vel í
bréfi þessu.
Reykjavík, 10. febr. 1913.
Herra oddviti
Sigurður Sigurfinnsson,
Vestmannaeyjum.
Hér með sendi ég yður tvö upp-
dráttarfrumvörp (skissur) að skóla-
húsi í Vestmannaeyjum ... Þér töl-
uðuð um 200 barna skóla. Hann
þarf helzt að hafa 8 bekki, því að
sögn umsjónarmanns fræðslumál-
anna er hentugra, að bekkirnir séu
svolítið misstórir, stærstir 30, en
aðrir 20—25 barna ílát, ef svo mætti
segja. Með því móti verður húsið að
mínu viti hentugast ...
Húsið er tvær hæðir, kjallari og
þakloft. A hvorri hæð eru í miðju
húsi sunnan megin tveir bekkir eða
stofur fyrir 30 börn hvor. Stærð
þeirra 1OV2 sinnum 9V2 alin. I
vesturenda ein stofa á hvorri hæð
með gluggum á vesturgafli, tæpar
8 áln. á breidd og freklega 9Vi al.
á lengd. I austurenda er stofa með
gluggum á austurstafni, jafnbreið
vesturstofunni. — Alls rúma því
kennslustofurnar ... 212 börn hér
um bil, mætti fjölga dálítið, ef
þyrfti. Slöjdstofur í kjallara, einnig
eldhús og íbúð, fataskiptaherbergi
fyrir væntanlegt leikfimihús, hita-