Blik - 01.05.1965, Síða 161
B L I K
159
gluggar innan við nálega alla
g^ugga.
Milli stofanna, ef óskað er, —
stórar vængjahurðir, svo að slá megi
þeim saman tveimur að minnsta
kosti. En þann ókost hafa þessar
hurðir, að þær auka heldur hljóð-
burð á milli bekkjanna, nema þær
séu tvöfaldar, en það er alldýrt.
Þér töluðuð um miðstöðvarhitun
og gerði ég ráð fyrir góðri vatnshit-
un. Lofthitun getur varla komið til
mála í svo löngum húsum, með því
að loftrásir yrðu að liggja svo mikið
lárétt eða á hlið og þá eru þær öld-
ungis óáreiðanlegar, nema með
þrýstivélum, en þær geta alls ekki
komið til greina í svo smáum hús-
um. En nú er ég á báðum áttum
um, hversu ráðlegt sé að hafa mið-
stöðvarhitun, hvort heldur er með
vatni eða gufu, þar sem svo lítið er
um vatn og það óvíst. Það er auð-
vitað meira umstang með ofna, en
þeir mundu í byrjun kosta um 2 þús.
króna minna. Aftur hefur miðstöðv-
arhitun þann kost, að hún heldur
öllu húsinu hlýju, jafnt forstofum
og göngum sem öðru, og er það
meðal annars endingu hússins til
mikillar tryggingar.
Ef leikfimihús yrði byggt, ætti
það að koma í beinu framhaldi aust-
ur af þessu húsi og vera jafnbreitt
því (131/2 al.) og 24—25 álnir á
lengd. Það mundi líklega kosta um
6 þúsundir króna, ef það væri byggt
um leið, en nokkru meira, yrði það
byggt síðar. Yrði með þessu móti
engir gluggar til austurs.
Þetta minna hús er auðvitað ekki
eins sélegt og hið stærra, en ef til
vill má þó eitthvað um útlitið bæta.
Þó vil ég ekki gera neitt, sem ein-
göngu er prjál, því að það er aldrei
til bóta. Hitt vildi ég gjarnan reyna,
eftir því sem ég frekast get, að
stuðla að því að hús þetta yrði sem
vænzt, hentugast og sélegast, að því
er kostur væri og efni og aðrar að-
stæður leyfðu.
Þessi tvö „form" hef ég fundið
einna líklegust.
Áríðandi er að möl og sandur sé
gott og tjáir ekki að horfa í, þó að
nokkru sé til þess kostað, því að
styrkur og ending hússins er að svo
miklu leyti undir því komið.
I stærra húsið áætla ég allt að
3800 tn. (sementstunnur) eða liðug
12 þúsund teningsfet af möl, og ef
tunnan væri á 0,66 krónur, yrðu
þetta 2500 kr., en sand gerði ég
2800 tunnur á 0,35, sem verður
tæpar 1000 kr. Þetta eru auðvitað
töluverðar upphæðir, 3500 kr. alls,
en þó ekki nema 1/12 af húsverð-
inu. Og þetta er aðalmegin og styrk-
ur húsanna, til þess verður aðeins
notað hið bezta, sem hægt er að ná í.
Eg fjölyrði nú ekki meira um
þetta að sinni. Vænti bréfs frá yður
þegar þér hafið athugað uppdrætt-
ina.
Virðingarfyllst,
Rögnvaldur Ólafsson.
Mánuðir liðu. Ár leið og vel það.
I maímánuði 1914 skrifaði